Innlent

Leita að áhugasömum rekstraraðila á Nasa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í umsókninni þurfa einnig að koma fram upplýsingar um þann aðila eða fyrirtæki sem tæki eignina á leigu og hugmynd um leigufjárhæð og leigutíma.
Í umsókninni þurfa einnig að koma fram upplýsingar um þann aðila eða fyrirtæki sem tæki eignina á leigu og hugmynd um leigufjárhæð og leigutíma. Vísir
Nasa við Austurvöll hefur verið auglýst til leigu en leitað er að rekstraraðila fyrir húsnæðið. Auglýsinguna má meðal annars finna í Fréttablaðinu í dag. Komið hefur fram að til greina komi að tónleikahald fari fram í húsinu á nýjan leik.

Salurinn, sem er á neðri hæð hússins, var sem kunnugt er friðlýstur af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í desember en miklar deilur hafa staðið yfir um húsnæðið frá því skemmtistaðnum Nasa var lokað árið 2012. Síðan hefur salurinn staðið að mestu auður en hann er sagður mega muna sinn fífil fegurri.

Sjá einnig:Hóteláform lögð til hliðar og Nasa endurreist

Ljóst er að engar breytingar má gera á salnum á neðri hæðinni en óskað er eftir því að áhugasamir rekstraraðilar skili tillögum sínum að starfsemi í húsinu fyrir 24. janúar. Um er að ræða 1008 fermetra fasteign sem skiptist í gamla Kvennaskólann á tveimur hæðum og Nasa-salinn á neðri hæðinni.

Í umsókninni þurfa einnig að koma fram upplýsingar um þann aðila eða fyrirtæki sem tæki eignina á leigu og hugmynd um leigufjárhæð og leigutíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×