Farið fram á þyngri dóm í Shaken baby-málinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2015 10:20 Frá meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðið vor. Vísir/Stefán Ríkissaksóknari fer fram á að dómur yfir Scott James Carcary, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða dóttur sinnar, verði þyngdur. Þá er þess krafist að hann greiði allan máls- og sakarkostnað. Málflutningur ákæruvaldsins hófst í Hæstarétti Íslands í morgun. Dómur féll yfir Carcary í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl en hann var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa í mars í fyrra hrist dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar.Sjá einnig:Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Sigríður J. Friðjónsdóttir flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hún sagði að strax hefði vaknað grunur um að faðir barnsins, Carcary, hefði valdið dauða þess. Ekkert benti til þess að móðir þess hefði gerst sek um að hafa veitt því áverkana, hún hefði ekki haft nokkra ástæðu til þess. Daginn örlagaríka hefðu verið teknar myndir skömmu áður en móðirin hélt til vinnu sem sýndu barnið fullkomlega heilbrigt, brosandi og í góðu ásigkomulagi. Barnið hefði hins vegar byrjað að gráta þegar faðir þess tók það í fangið.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lengst til hægri.Vísir/GVALýst sem skaplausum manni Þennan dag gaf móðir stúlkunnar henni að drekka um klukkan 17.15 og svæfði hana í kjölfarið. Carcary var á meðan á efri hæð íbúðarinnar í tölvunni. Sigríður sagði íbúð þeirra litla og því hefði það ekki farið framhjá Carcary hefði hún skaðað barnið á einhvern hátt. Móðirin tók strætó í vinnuna klukkan 17.45. Skömmu eftir að hún var mætt í vinnu hringdi Carcary í hana og tjáði henni það að barnið gréti hástöfum. Óskaði hann ráða og hvatti hún hann til að fara með stúlkuna í göngutúr sem hann og gerði.Sjá einnig:Faðirinn dæmdur í fimm ára fangelsi Barnið hélt áfram að gráta og taldi Sigríður líklegt að Carcary hefði misst stjórn á skapi sínu í kjölfarið. Honum sé þó lýst sem skaplausum manni en að geðrannsókn hefði leitt það í ljós að hann yrði aldrei reiður en reyndi ávallt að koma sér úr erfiðum aðstæðum. „Þessar aðstæður gat hann ekki flúið,“ sagði Sigríður. Verjandi Carcary fór fram á sýknu og til vara að hann verði dæmdur til vægstu mögulegu refsingar og að sakar- og málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Sagði hann að það væri með öllu ósannað að Carcary hefði verið sá sem valdið hefði dauða barnsins og að sönnunargögnum væri ábótavant. Lagði hann fram ýmis gögn máli sínu til stuðnings, dóma sem fallið hafa ásamt rannsóknum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Þær gæfu til kynna að „shaken baby syndrome“ eða ungbarnahristing væri ekki hægt að sanna með krufningaskýrslu einni. Efnaskiptasjúkdómar eða bólusetningar gætu valdið heilabólgu og/eða heilablæðingu sem og fall á höfuðið. Scott James Carcary hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Hann áfrýjaði því málinu til Hæstaréttar og stendur málflutningur yfir í dag. Tengdar fréttir Faðir barnsins dæmdur í fimm ára fangelsi Maðurinn sem ákærður var fyrir að hrista barn sitt til dauða hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna. 10. apríl 2014 11:02 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 „Málið er dapurlegt fyrir alla“ Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag breskan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins þrjár milljónir í miskabætur. Málinu verður líklega áfrýjað. 10. apríl 2014 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Ríkissaksóknari fer fram á að dómur yfir Scott James Carcary, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða dóttur sinnar, verði þyngdur. Þá er þess krafist að hann greiði allan máls- og sakarkostnað. Málflutningur ákæruvaldsins hófst í Hæstarétti Íslands í morgun. Dómur féll yfir Carcary í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl en hann var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa í mars í fyrra hrist dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar.Sjá einnig:Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Sigríður J. Friðjónsdóttir flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hún sagði að strax hefði vaknað grunur um að faðir barnsins, Carcary, hefði valdið dauða þess. Ekkert benti til þess að móðir þess hefði gerst sek um að hafa veitt því áverkana, hún hefði ekki haft nokkra ástæðu til þess. Daginn örlagaríka hefðu verið teknar myndir skömmu áður en móðirin hélt til vinnu sem sýndu barnið fullkomlega heilbrigt, brosandi og í góðu ásigkomulagi. Barnið hefði hins vegar byrjað að gráta þegar faðir þess tók það í fangið.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lengst til hægri.Vísir/GVALýst sem skaplausum manni Þennan dag gaf móðir stúlkunnar henni að drekka um klukkan 17.15 og svæfði hana í kjölfarið. Carcary var á meðan á efri hæð íbúðarinnar í tölvunni. Sigríður sagði íbúð þeirra litla og því hefði það ekki farið framhjá Carcary hefði hún skaðað barnið á einhvern hátt. Móðirin tók strætó í vinnuna klukkan 17.45. Skömmu eftir að hún var mætt í vinnu hringdi Carcary í hana og tjáði henni það að barnið gréti hástöfum. Óskaði hann ráða og hvatti hún hann til að fara með stúlkuna í göngutúr sem hann og gerði.Sjá einnig:Faðirinn dæmdur í fimm ára fangelsi Barnið hélt áfram að gráta og taldi Sigríður líklegt að Carcary hefði misst stjórn á skapi sínu í kjölfarið. Honum sé þó lýst sem skaplausum manni en að geðrannsókn hefði leitt það í ljós að hann yrði aldrei reiður en reyndi ávallt að koma sér úr erfiðum aðstæðum. „Þessar aðstæður gat hann ekki flúið,“ sagði Sigríður. Verjandi Carcary fór fram á sýknu og til vara að hann verði dæmdur til vægstu mögulegu refsingar og að sakar- og málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Sagði hann að það væri með öllu ósannað að Carcary hefði verið sá sem valdið hefði dauða barnsins og að sönnunargögnum væri ábótavant. Lagði hann fram ýmis gögn máli sínu til stuðnings, dóma sem fallið hafa ásamt rannsóknum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Þær gæfu til kynna að „shaken baby syndrome“ eða ungbarnahristing væri ekki hægt að sanna með krufningaskýrslu einni. Efnaskiptasjúkdómar eða bólusetningar gætu valdið heilabólgu og/eða heilablæðingu sem og fall á höfuðið. Scott James Carcary hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Hann áfrýjaði því málinu til Hæstaréttar og stendur málflutningur yfir í dag.
Tengdar fréttir Faðir barnsins dæmdur í fimm ára fangelsi Maðurinn sem ákærður var fyrir að hrista barn sitt til dauða hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna. 10. apríl 2014 11:02 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 „Málið er dapurlegt fyrir alla“ Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag breskan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins þrjár milljónir í miskabætur. Málinu verður líklega áfrýjað. 10. apríl 2014 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Faðir barnsins dæmdur í fimm ára fangelsi Maðurinn sem ákærður var fyrir að hrista barn sitt til dauða hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna. 10. apríl 2014 11:02
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55
„Málið er dapurlegt fyrir alla“ Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag breskan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins þrjár milljónir í miskabætur. Málinu verður líklega áfrýjað. 10. apríl 2014 19:30