Alþjóðleg friðarhátíð í Reykjavík í febrúar Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2015 19:30 Kórar um allan heim munu syngja lagið Love eftir John Lennon á Friðarhátíð í Reykjavík í febrúar, með stuðningi Yoko Ono, Icelandair og Reykjavíkurborgar. Vísir/ernir Alþjóðleg friðarhátíð verður sett í fyrsta sinn í Reykjavík hinn 18. febrúar næst komandi, þar sem kórar um allan heim munu samtímis syngja lagið Love eftir John Lennon. Hátíðin er meðal annars studd af Reykjavíkurborg sem leggur mikið upp úr því að kenna borgnina við frið. Friðarsúla Yoko Ono í Viðey og Höfði eru einhvers konar alþjóðleg friðartákn Reykjavíkurborgar. En fyrir nokkrum dögum var tilkynnt í Höfða að stofnað yrði friðarsetur í Reykjavík í samvinnu borgarinnar og Háskóla Íslands. Nú bætist enn eitt friðartáknið við hjá Reykjavíkurborg því boðað hefur verið til friðarhátíðar í borginni í febrúar. Nánar tiltekið hinn 18. febrúar á afmælisdegi Yoko Ono og það er engin tilviljun, því sú gamla hefur gefið hátíðinni réttinn til að útsetja eitt laga John Lennon fyrir kóra og verður lagið sungið samtímis á Reykjavik Peace Festival og um allan heim þegar börn og ungmenni syngja lagið í Hörpu. „Og við erum nú þegar farin að fá kóra um allan heim sem hafa skráð sig til leiks og ætla að syngja með okkur hinn 22. febrúar kl. fimm lagið Love, sem Yoko Ono gaf okkur, semsagt réttinn til að útsetja lagið fyrir kóra og flytja um allan heim. Án skuldbindinga og nú höfum við fengið Ben Parry til liðs við okkur, sem er svona kanóna í kórabransanum og alþjóðleg stjarna, til að útsetja lagið Love,“ segir Ýmir Björgvin Arthursson einn skipuleggjenda Reykjavik Peace Festival. Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur fjöldi kóra í Frakklandi skráð sig til leiks sem og víða annars staðar frá í heiminum og kórar á Vestfjörðum hafa einnig tilkynnt um þátttöku sína. En grunnskólabörn og kórar munu syngja lagið í Hörpu. Listrænn stjórnandi Friðarhátíðarinnar stjórnar mörgum kórum í Bretlandi, eins og London Voices, og hefur séð um tónlist fyrir kvikmyndir eins og um Harry Potter, The Hobbit, Hunger Games og the Iron Lady og unnið með Paul MacCartney. Parry segir það mikinn heiður að vera beðinn um það af ekkju John Lennon að útsetja eitt laga hans. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Aðallega vegna þessarar frábæru hugmyndar Yoko Ono um að útsetja eitt laga Lennons, Love, fyrir fólk til að syngja. Þannig að hluti míns verkefnis hefur verið að útsetja lagið fyrir kór og stjórna síðan kórunum þegar við komum saman til að syngja lagið hinn 22. Febrúar,“ segir Ben Parry. Ýmir Björgvin segir að í framtíðinni sé stefnt að því að fjöldi kóra komi til Íslands á friðarhátíðina ásamt því að króar syngi í tengslum við hátíðina um allan heim. Í þetta skiptið hafi t.d. ráðhúsið í borginni Würzburg í Þýsklandi verið tekið frá þar sem koma munu saman fulltrúar allra skráðra trúarbragða í borginni hinn 22. febrúar til að byðja fyrir friði og syngja síðan lagið Love með heimskórum klukkan fimm þann dag. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Alþjóðleg friðarhátíð verður sett í fyrsta sinn í Reykjavík hinn 18. febrúar næst komandi, þar sem kórar um allan heim munu samtímis syngja lagið Love eftir John Lennon. Hátíðin er meðal annars studd af Reykjavíkurborg sem leggur mikið upp úr því að kenna borgnina við frið. Friðarsúla Yoko Ono í Viðey og Höfði eru einhvers konar alþjóðleg friðartákn Reykjavíkurborgar. En fyrir nokkrum dögum var tilkynnt í Höfða að stofnað yrði friðarsetur í Reykjavík í samvinnu borgarinnar og Háskóla Íslands. Nú bætist enn eitt friðartáknið við hjá Reykjavíkurborg því boðað hefur verið til friðarhátíðar í borginni í febrúar. Nánar tiltekið hinn 18. febrúar á afmælisdegi Yoko Ono og það er engin tilviljun, því sú gamla hefur gefið hátíðinni réttinn til að útsetja eitt laga John Lennon fyrir kóra og verður lagið sungið samtímis á Reykjavik Peace Festival og um allan heim þegar börn og ungmenni syngja lagið í Hörpu. „Og við erum nú þegar farin að fá kóra um allan heim sem hafa skráð sig til leiks og ætla að syngja með okkur hinn 22. febrúar kl. fimm lagið Love, sem Yoko Ono gaf okkur, semsagt réttinn til að útsetja lagið fyrir kóra og flytja um allan heim. Án skuldbindinga og nú höfum við fengið Ben Parry til liðs við okkur, sem er svona kanóna í kórabransanum og alþjóðleg stjarna, til að útsetja lagið Love,“ segir Ýmir Björgvin Arthursson einn skipuleggjenda Reykjavik Peace Festival. Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur fjöldi kóra í Frakklandi skráð sig til leiks sem og víða annars staðar frá í heiminum og kórar á Vestfjörðum hafa einnig tilkynnt um þátttöku sína. En grunnskólabörn og kórar munu syngja lagið í Hörpu. Listrænn stjórnandi Friðarhátíðarinnar stjórnar mörgum kórum í Bretlandi, eins og London Voices, og hefur séð um tónlist fyrir kvikmyndir eins og um Harry Potter, The Hobbit, Hunger Games og the Iron Lady og unnið með Paul MacCartney. Parry segir það mikinn heiður að vera beðinn um það af ekkju John Lennon að útsetja eitt laga hans. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Aðallega vegna þessarar frábæru hugmyndar Yoko Ono um að útsetja eitt laga Lennons, Love, fyrir fólk til að syngja. Þannig að hluti míns verkefnis hefur verið að útsetja lagið fyrir kór og stjórna síðan kórunum þegar við komum saman til að syngja lagið hinn 22. Febrúar,“ segir Ben Parry. Ýmir Björgvin segir að í framtíðinni sé stefnt að því að fjöldi kóra komi til Íslands á friðarhátíðina ásamt því að króar syngi í tengslum við hátíðina um allan heim. Í þetta skiptið hafi t.d. ráðhúsið í borginni Würzburg í Þýsklandi verið tekið frá þar sem koma munu saman fulltrúar allra skráðra trúarbragða í borginni hinn 22. febrúar til að byðja fyrir friði og syngja síðan lagið Love með heimskórum klukkan fimm þann dag.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira