Innlent

Máli Wow-air vísað frá

Vísir
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Wow air vegna úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.

Málið snýr að úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli en Wow air lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 vegna úthlutunar afgreiðslutíma sem flugfélagið taldi koma í veg fyrir að hægt væri að veita Icelandair samkeppni hvað varðar flug til Bandaríkjanna.

Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að Wow air hefði krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin hafði í þeim úrskurði fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Wow air skildi njóta forgangs við útlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli.

Niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála stendur því óhögguð og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins því ólögmæt.

Sjá tilkynningu Icelandair í heild hér fyrir neðan: 

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Wow air vegna úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Wow air krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin hafði í þeim úrskurði fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Wow air skildi njóta forgangs við útlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli.

Niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála stendur því óhögguð og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var því ólögmæt. Þetta er sama niðurstaða og EFTA-dómstólinn komst að í ráðgefandi áliti sínu.

Ekkert kemur fram um það í úrskurði héraðsdóms, ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins eða í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála að það fyrirkomulag sem viðhaft er við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hafi skaðleg áhrif á samkeppni, enda er þetta sama fyrirkomulag og er viðhaft alls staðar annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Íslenskum stjórnvöldum ber að tryggja að farið sé eftir þessum samræmdum reglum við úthlutun afgreiðslutíma hér á landi. Mikilvægt er að samræmi sé um beitingu reglna um úthlutun afgreiðslutíma á Evrópska efnahagssvæðinu.

Af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins má ráða að ekki sé hægt að svipta flugfélög afgreiðslutíma, sem þau hafa áunnið sér á grundvelli reglna Evrópusambandsins, nema þau hafi brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur ekki verið haldið fram í þessu máli að Icelandair hafi brotið gegn samkeppnislögum.

Tengdar fréttir

Vueling tekur slaginn við WOW um Rómarborg

WOW air verður ekki eitt um að fljúga farþega á milli Rómar og Íslands því spænska lággjaldaflugfélagið Vueling var að hefja sölu á farmiðum á þessari sömu leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×