Utanríkisráðherra krefst þess að umsátri um Gaza verði hætt Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2015 13:45 Utanríkisráðherra ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær og krafðist þess að Ísraelar hættu nú þegar umsátri sínu um Gaza. Utanríkisráðherra ítrekaði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Íslendingar teldu brýnt að sátt næðist milli Palestínumanna og Ísrelsmanna á grundvelli tveggja ríkja lausnar. Landtaka Ísraelsmanna á hernumdum svæðum væri brot á alþjóðalögum. Málefni Miðausturlanda með sérstakri áherslu á Palestínu voru til umræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu að það ætti að vera hægt að leysa deilu Palestínumanna og Ísraela. Lausnin hefði verið á borðinu í mörg ár, það er að segja tveggja ríkja lausnin. Báðir deiluaðilar yrðu að sýna í verki vilja sinn til að ná sátt á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar og grípa ekki til aðgerða sem græfu undan því markmiði. Gunnar Bragi gagnrýndi áframhaldandi landtöku ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekaði að landtökubyggðir þeirra væru brot á alþjóðalögum. Íslendingar tækju undir með þeim sem skoruðu á Ísrael að láta af allri uppbyggingu ólöglegra byggða á herteknu svæðunum og þá alveg sérstaklega á Vesturbakkanum. Utanríkisráðherra lýsti miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag innan öryggisráðsins um að settur verði tímarammi fyrir lausn deilunnar og sagði hann brýnt að ráðið hefði meira frumkvæði hvað lausn hennar áhrærir. Ástandið á Gaza væri enn mjög alvarlegt þar sem fólk léti lífið vegna vosbúðar. Nauðsynlegt væri að bæta aðstæður á Gaza án tafa með uppbyggilegu samstarfi yfirvalda Palestínumanna og Ísraela. Létta þyrfti umsátri Ísraelsmanna um Gaza nú þegar þannig að efnahagslífið þar geti þryfist með eðlilegum hætti. Þá lýsti Gunnar Bragi ánægju með aðild Palestínu að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Utanríkisráðherra ítrekaði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Íslendingar teldu brýnt að sátt næðist milli Palestínumanna og Ísrelsmanna á grundvelli tveggja ríkja lausnar. Landtaka Ísraelsmanna á hernumdum svæðum væri brot á alþjóðalögum. Málefni Miðausturlanda með sérstakri áherslu á Palestínu voru til umræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu að það ætti að vera hægt að leysa deilu Palestínumanna og Ísraela. Lausnin hefði verið á borðinu í mörg ár, það er að segja tveggja ríkja lausnin. Báðir deiluaðilar yrðu að sýna í verki vilja sinn til að ná sátt á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar og grípa ekki til aðgerða sem græfu undan því markmiði. Gunnar Bragi gagnrýndi áframhaldandi landtöku ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekaði að landtökubyggðir þeirra væru brot á alþjóðalögum. Íslendingar tækju undir með þeim sem skoruðu á Ísrael að láta af allri uppbyggingu ólöglegra byggða á herteknu svæðunum og þá alveg sérstaklega á Vesturbakkanum. Utanríkisráðherra lýsti miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag innan öryggisráðsins um að settur verði tímarammi fyrir lausn deilunnar og sagði hann brýnt að ráðið hefði meira frumkvæði hvað lausn hennar áhrærir. Ástandið á Gaza væri enn mjög alvarlegt þar sem fólk léti lífið vegna vosbúðar. Nauðsynlegt væri að bæta aðstæður á Gaza án tafa með uppbyggilegu samstarfi yfirvalda Palestínumanna og Ísraela. Létta þyrfti umsátri Ísraelsmanna um Gaza nú þegar þannig að efnahagslífið þar geti þryfist með eðlilegum hætti. Þá lýsti Gunnar Bragi ánægju með aðild Palestínu að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira