Innlent

Öll helstu skíðasvæði opin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í Bláfjöllum verður opið frá 10-17.
Í Bláfjöllum verður opið frá 10-17. vísir/vilhelm
Öll helstu skíðasvæði eru opin í dag en í Bláfjöllum verður opið frá 10-17. Nokkuð hefur bætt í vind en þó sérstaklega á toppnum. Smá él gera einnig vart við sig stöku sinnum. Frost fimm gráður. Göngubraut hefur verið lögð útá heiði, c.a. 8 km.

Í dag er opið á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Í Tungudal er opið milli kl 10 & 16 og verður mikill Púðurdagur. Einungis vinnum við helstu samgönguleiðir, byrjendasvæði og lyftuspor. 

Á Seljalandsdal er opið frá kl 11:00. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið frá klukkan 10-16 en í morgun var fjögurra gráðu frost og vindur fimm metrar á sekúndu. Það hefur snjóað í nótt og muggar enn þannig að það er allt útlit fyrir flottan dag og snjórinn troðinn og þurr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×