Innlent

Reykjavík stefnir Kópavogi vegna afréttar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ofan við höfuðborgarsvæðið tekur við þjóðlenda þar sem óbyggðanefnd segir þrjú sveitarfélög eiga sameiginlegan afrétt en vera í lögsögu Kópavogs.
Ofan við höfuðborgarsvæðið tekur við þjóðlenda þar sem óbyggðanefnd segir þrjú sveitarfélög eiga sameiginlegan afrétt en vera í lögsögu Kópavogs. Fréttablaðið/Vilhelm
Reykjavíkurborg hefur stefnt Kópavogsbæ og krafist þess að dómstólar viðurkenni að Reykjavík en ekki Kópavogur fari með lögsögu í afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna undir Bláfjöllum.

Í stefnu borgarinnar segir „að það leiði af eðli máls að lögsaga á þjólendu sem er á afréttarsvæði sveitarfélaganna þriggja, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, verði hjá stærsta sveitarfélaginu“ sem er Reykjavík.

Þá segir að úrskurður óbyggðanefndar frá því í júlí í fyrra um að lögsagan sé hjá Kópavogi „byggi ekki á lögmætum sjónarmiðum og að ekki hafi verið tekið tillit til mikilvægra atriða“.

Vísað er allt aftur til ákvörðunar þáverandi félagsmálaráðherra árið 1948, um að afréttur Seltjarnarness færi undir Kópavog, sem óbyggðanefnd byggði á en Reykjavíkurborg heldur fram að ráðherrann hafi ekki verið bær til að taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×