Uppsögnin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. janúar 2015 18:30 Sólveig Hlín Sigurðardóttir. „Þetta er leiðindamál,“ segir Sólveig Hlín Sigurðardóttir, fyrrverandi forstöðukona Reykjadals, sem segir að framkvæmdastjóri styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hafi afhent henni uppsagnarbréf daginn sem hún snéri aftur til vinnu eftir fæðingarorlof. Málið hefur vakið athygli í dag en Össur Skarphéðinsson þingmaður gerði málið að umtalsefni á Facebook í morgun.Stéttarfélagið komið i máliðSólveig segir að uppsögnin hafi komið sem þruma úr heiðskýru lofti. „Framkvæmdastjórinn gerir þetta daginn sem ég held að ég sé að koma aftur til vinnu. Kallar mig inn á fund, þar sem ég býst ekki við neinu öðru en að fá gögn í hendurnar, aðgang að tölvupóstinum og tölvuna til baka, en þá kemur hann með þetta og segir að það væri hreinlegast ef ég segði upp sjálf,“ segir Sólveig. Hún segist ekki hafa tekið því boði. „Af hverju ætti ég að segja upp starfi sem ég hef hreinlega helgað mig algjörlega, bæði af lífi og sál?“ Vísir hafði eftir heimildum fyrr í dag að ágreiningur hafi komið upp á milli Sólveigar og Vilmundar. Sólveig vill ekki tjá sig um ágreiningin en staðfestir að brestir hafi komið í samskipti hennar og framkvæmdastjórans. Hún segist þó vel hafa getað unnið með Vilmundi. „Þetta kemur mér á óvart. Það kemur mér virkilega á óvart að það er ekki búið að reyna á samstarf eftir þennan ágreining sem þarna var um að ræða,“ segir hún. „Ég fer í fæðingarorlof og þann sama dag og ég kem aftur er mér sagt upp.“Erfitt að faraGreint var frá því í morgun að um 70 manns hafi mótmælt uppsögn Sólveigar og sent stjórn styrktarfélagsins bréf. Þetta staðfesti Vilmundur í samtali við Vísi í morgun, þar sem hann vildi ekki gefa neinar skýringar á uppsögninni. Sólveig segist gríðarlega þakklát samstarfsfólki sínu í Reykjadal og stuðninginn sem henni hefur verið sýndur. „Það er ómetanlegt að vera með svona svakalega flottan starfsmannahóp að baki sér,“ segir hún og bætir við að henni sárni að fá ekki að kveðja fólkið sem hún hefur unnið með og gesti sumarbúðanna sem sumir hafi fylgt henni öll fjórtán árin í starfi. „Ég er búin að vera með stóran hóp af gestum, krökkum og börnum, sem ég er búin að fylgja í fjórtán ár sem ég hef ekki einu sinni tækifæri á að kveðja.“Engar skýringarSólveig segist ekki hafa fengið skýringar á uppsögninni og að engar athugasemdir hafi verið gerðar við hennar störf. „Ég fæ engar skýringar og þegar ég geng á eftir því, eftir sextán ára starf og sex ára starf sem forstöðukona, fæ ég ekki haldbærar skýringar á því annað en að þetta séu breytingar. Ég hef aldrei fengið ábendingar um það sem betur mætti fara, það sem er ábótavant,“ segir hún og vísar til þess að þjónustukannanir sýni ánægju með starfið. Þá hafnar hún því að hafa aðeins verið ráðin til eins árs í senn og að ráðningin hafi einfaldlega runnið út. Bendir hún á að í uppsagnarbréfinu, sem titlað er þannig, sé henni veittur þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá og með næstu mánaðarmótum. Tengdar fréttir Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17 Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Þetta er leiðindamál,“ segir Sólveig Hlín Sigurðardóttir, fyrrverandi forstöðukona Reykjadals, sem segir að framkvæmdastjóri styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hafi afhent henni uppsagnarbréf daginn sem hún snéri aftur til vinnu eftir fæðingarorlof. Málið hefur vakið athygli í dag en Össur Skarphéðinsson þingmaður gerði málið að umtalsefni á Facebook í morgun.Stéttarfélagið komið i máliðSólveig segir að uppsögnin hafi komið sem þruma úr heiðskýru lofti. „Framkvæmdastjórinn gerir þetta daginn sem ég held að ég sé að koma aftur til vinnu. Kallar mig inn á fund, þar sem ég býst ekki við neinu öðru en að fá gögn í hendurnar, aðgang að tölvupóstinum og tölvuna til baka, en þá kemur hann með þetta og segir að það væri hreinlegast ef ég segði upp sjálf,“ segir Sólveig. Hún segist ekki hafa tekið því boði. „Af hverju ætti ég að segja upp starfi sem ég hef hreinlega helgað mig algjörlega, bæði af lífi og sál?“ Vísir hafði eftir heimildum fyrr í dag að ágreiningur hafi komið upp á milli Sólveigar og Vilmundar. Sólveig vill ekki tjá sig um ágreiningin en staðfestir að brestir hafi komið í samskipti hennar og framkvæmdastjórans. Hún segist þó vel hafa getað unnið með Vilmundi. „Þetta kemur mér á óvart. Það kemur mér virkilega á óvart að það er ekki búið að reyna á samstarf eftir þennan ágreining sem þarna var um að ræða,“ segir hún. „Ég fer í fæðingarorlof og þann sama dag og ég kem aftur er mér sagt upp.“Erfitt að faraGreint var frá því í morgun að um 70 manns hafi mótmælt uppsögn Sólveigar og sent stjórn styrktarfélagsins bréf. Þetta staðfesti Vilmundur í samtali við Vísi í morgun, þar sem hann vildi ekki gefa neinar skýringar á uppsögninni. Sólveig segist gríðarlega þakklát samstarfsfólki sínu í Reykjadal og stuðninginn sem henni hefur verið sýndur. „Það er ómetanlegt að vera með svona svakalega flottan starfsmannahóp að baki sér,“ segir hún og bætir við að henni sárni að fá ekki að kveðja fólkið sem hún hefur unnið með og gesti sumarbúðanna sem sumir hafi fylgt henni öll fjórtán árin í starfi. „Ég er búin að vera með stóran hóp af gestum, krökkum og börnum, sem ég er búin að fylgja í fjórtán ár sem ég hef ekki einu sinni tækifæri á að kveðja.“Engar skýringarSólveig segist ekki hafa fengið skýringar á uppsögninni og að engar athugasemdir hafi verið gerðar við hennar störf. „Ég fæ engar skýringar og þegar ég geng á eftir því, eftir sextán ára starf og sex ára starf sem forstöðukona, fæ ég ekki haldbærar skýringar á því annað en að þetta séu breytingar. Ég hef aldrei fengið ábendingar um það sem betur mætti fara, það sem er ábótavant,“ segir hún og vísar til þess að þjónustukannanir sýni ánægju með starfið. Þá hafnar hún því að hafa aðeins verið ráðin til eins árs í senn og að ráðningin hafi einfaldlega runnið út. Bendir hún á að í uppsagnarbréfinu, sem titlað er þannig, sé henni veittur þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá og með næstu mánaðarmótum.
Tengdar fréttir Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17 Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17
Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24