Innlent

Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Heimildir Vísis herma að Vilmundur og Sólveig hafi tekist á.
Heimildir Vísis herma að Vilmundur og Sólveig hafi tekist á. Vísir/Anton/Vimeo
Ágreiningur á milli Vilmundar Gíslasonar, framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Sólveigu Hlínar Sigurðardóttur, forstöðukonu Reykjadals, varð til þess að ráðning hennar var ekki endurnýjuð, samkvæmt heimildum Vísis. Vilmundur lagði það til við stjórn félagsins að annar yrði fenginn í starf Sólveigar.

Hvorki Vilmundur né Baldvin Bjarnason, formaður stjórnar styrktarfélagsins, hafa viljað gefa upp ástæður uppsagnarinnar. Ekki hefur náðst í Sólveigu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sjá einnig: Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals

Stjórn styrktarfélagsins fundaði sérstaklega um málið í dag og birti í kjölfarið yfirlýsingu á vefsíðu félagsins. Þar segir að stjórn styrktarfélagsins hafi ákveðið að endurráða ekki forstöðukonuna og að stjórninni þyki miður sú umræða sem skapast hefur um málið í kjölfarið.

Í samtali við Vísi eftir fundinn vildi Baldvin ekki tjá sig frekar um málið og vísaði til yfirlýsingarinnar. Aðspurður segir hann þó að Vilmundur sæi um daglegan rekstur styrktarfélagsins og að stjórnin hefði ekki komið sérstaklega saman til fundar til að ákveða uppsögn Sólveigar. Stjórnin standi engu að síður við hana. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×