The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2015 15:50 Hlauparar þurfa að fara í gegnum fjórar stöðvar þar sem litpúðri er kastað í þau. Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira