Innlent

Grafinn í flóðinu í sólarhring

Þóra Kristín Ásgeirsson skrifar
Tomasz Þór Veruson, grófst undir flóðinu.
Tomasz Þór Veruson, grófst undir flóðinu. vísir/stöð2
20 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík, þar sem fjórtán létu lífið. 10 ára drengur, Tomasz Þór Veruson, grófst undir flóðinu en var bjargað fyrir kraftaverk nærri sólarhring seinna, hafði búið í þorpinu í tvö ár þegar hamfarirnar urðu.

Tomasz Þór Veruson flutti hingað til landsins frá Póllandi ásamt móður sinni Veru en þau mæðginin héldu heimili í Súðavík ásamt vinafólki sínu, Bellu Vestfjörð og dóttur hennar sem var tveimur árum eldri en Tómazs en þær mæðgur fórust báðar í flóðinu.

Tomasz segist hafa byrjað að upplifa vanlíðan og mikla spennu um viku fyrir daginn í dag, til að mynda fengið slæma martröð strax á mánudag.

Hann segist hafa verið sofandi þegar flóðið féll. Móðir hans sem bjargaðist var stödd í eldhúsinu. Allur þessi tími sem hann var grafinn undir flóðinu og svaf og vakti á víxl, hafi í raun liðið eins og korter - ekki meira en það .

Tomasz og móðir hans fluttu frá Súðavík strax eftir flóðið og það liðu meira en þrjú ár þangað til hann sneri þangað aftur í heimsókn. Hann segir að eins undarlega og það hljómar líði honum betur í Súðavík en annars staðar. Hann geti þó ekki búið þar í dag eins og staðan er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×