Innlent

Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð og Flateyrarveg.
Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð og Flateyrarveg. vísir/bh
Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru í Þrengslum en hálka nokkuð víða á Suðurlandi. Hálka og hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi. Ófært er á Fróðárheiði. Þæfingsfærð á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð og Flateyrarveg. Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Þæfingsfærð er í Súgandafirði. Ófært á Klettshálsi.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og éljagangur og víða snjókoma og skafrenningur, verið er að hreinsa. Ófært er á Öxnadalsheiði eins og er en unnið er að mokstri. Þæfingsfærð er á Ólafsfjarðarvegi.

Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er víða snjóþekja, en verið er að hreinsa helstu leiðir. Á Austurlandi er hálka öllum vegum og einnig með suðausturströndinni. Sumstaðar éljar einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×