Fleiri fréttir

Starfsmönnum í flugvernd fjölgað

Sigurður Ólafsson hjá Isavia segir að starfsmönnum í flugvernd hafi fjölgað á síðustu árum. Þeim hafi fjölgað meira en farþegum sem fara um flugvelli landsins.

Sundabraut er forgangsverkefni

Hanna Birna Kristjánsdóttir samgönguráðherra telur að Sundabraut eigi að vera í forgangi þegar kemur að því að velja samgöngumannvirki sem henta í einkaframkvæmd.

Grunnskólakennarar velta fyrir sér aðgerðum

Grunnskólakennarar íhuga að grípa til aðgerða til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við sveitarfélögin. Ef kennarar fengju þá launaleiðréttingu sem þeir telja að þeir eigi inni myndu laun nýútskrifaðs kennara hækka um 90 þúsund.

Hálka á Hellisheiði

Það snjóaði aðeins á Hellisheiði í nótt og þar myndaðist hálka undir morgun. Ámóta aðstæður hafa að líkindum skapast á öðrum fjallvegum á suðvestanverðu landinu í nótt, samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi í gærkvöldi.

Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar

Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðaldyr Flensborgarskólans.

Fjöldi mála kemur ekki á óvart

Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna tilkynnti 21 mál sem varðað geta fangelsisrefsingu til ríkissaksóknara.

Rússar fá ekki að kjósa í Evrópuráðinu

Ögmundur Jónasson var á móti því að svipta Rússland atkvæðisrétti í Evrópuráðinu, Karl Garðarsson studdi sviptingu en Brynjar Níelsson sat hjá. Ráðið refsar með þessu Rússum fyrir innlimun Krímskaga. Sum lönd vildu reka Rússa úr ráðinu.

Umbylting á félagslega íbúðakerfinu

ASÍ leggur til að byggðar verði fimm þúsund félagslegar íbúðir á næstu fimm árum og um 600 íbúðir á ári eftir það. Allt að fjórðungur vinnandi fólks ræður ekki við að kaupa eða leigja.

„Málið er dapurlegt fyrir alla“

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag breskan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins þrjár milljónir í miskabætur. Málinu verður líklega áfrýjað.

Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær.

Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu

„Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli.

„Ég er hætt að skammast mín“

„Við vorum þarna mörg að glíma við það sama, skömmina,“ segir kona sem hefur nýlokið dvöl á Reykjalundi vegna þunglyndis. Þar bjó til hún myndband þar sem hún segir frá skömminni og líðaninni.

Faðir barnsins dæmdur í fimm ára fangelsi

Maðurinn sem ákærður var fyrir að hrista barn sitt til dauða hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna.

Milljarða vantar til að viðhalda vegum

Fjárveitingar til Vegagerðar hrökkva ekki til viðhalds. Án þess geta langir vegar­kaflar hrunið á stuttum tíma. Fjárveitingar voru skertar um helming eftir hrun.

Ber óendanlega virðingu fyrir Everest

Vilborg Arna Gissurardóttir ætli sér að verða fyrst íslenskra kvenna til að sigra þetta hæsta fjall jarðar, en það er 8.848 metrar að hæð.

Ríkið skoðar lögmæti gjaldtöku

Ríkið kannar nú hvort fyrirhuguð gjaldtaka landeigenda við Dettifoss, Námaskarð og víðar í landareign Reykjahlíðar standist lög.

Réðst á lögreglumann eftir eftirför

Ökumaður réðst á lögreglumann, eftir að hann hafði verið þvingaður til að nema staðar eftir stutta, en snarpa eftirför lögreglu í Kópavogi í gærkvöldi.

Segir bílaleigusvindl ekki eiga sér stað

Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir grun þingmanns um að stórfyrirtæki svindli út bílaleiguafslátt og leigi bíla til starfsmanna vera algjörlega órökstuddan.

Norðmenn fylgjast með hvalveiðum

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vonast til þess að norskir aðilar komi til Íslands í sumar til að fylgjast með hvort hvalveiðar séu stundaðar á mannúðlegan hátt.

Bætur á milli 40 til 90 þúsund krónur

Óformlegar fyrirspurnir frá flugfarþegum hafa borist Samgöngustofu vegna verkfallsaðgerða Isavia á Keflavíkurflugvelli. Bætur fyrir að missa af flugi geta numið 93 þúsund krónum. Allt fer það eftir aðstæðum hvort farþegar geta fengið bætur.

Sjá næstu 50 fréttir