Innlent

Bjóst við harðorðari skýrslu

Snærós Sindradóttir skrifar
Sigrún Magnúsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins
Sigrún Magnúsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins VÍSIR/aðsend
Sigrún Magnúsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir sér ofbjóða hve dýr rannsóknarskýrsla um fall sparisjóðanna er.

„Þetta er kannski yfirvegað og rólegt fólk sem vann þessa skýrslu en mér finnst alveg makalaust hvað þetta tók langan tíma og kostaði mikið fé."

Sigrún bjóst við því að það yrði meira kjöt á beinunum í skýrslunni "Maður bjóst við að það yrði kveðið fastar að orði. Ég kann að meta að skýrsluhöfundar eru hófstilltir og eru ekki að draga persónur í dilka. En mér ofbýður tíminn og mér ofbýður kostnaðurinn.“ 

Enginn annar nefndarmanna í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis sem Fréttablaðið náði tali af vildi tjá sig um skýrsluna að svo stöddu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×