Segir bílaleigusvindl ekki eiga sér stað Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Bílaleigur fá felld niður vörugjöld af bílum að hluta til en með ströngum skilyrðum. fréttablaðið/daníel „Ég get fullyrt að þessi maður fari með rangt mál eins og gerist oft hjá þingmönnum sem hafa ekki kynnt sér málin nægilega vel,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar. Bergþór vísar þar í orð Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að ástæða fyrir mikilli fjölgun bílaleiga sé meðal annars sú að stórfyrirtæki stofni leigur, kaupi bíla og leigi síðan starfsmönnum sínum á kostnaðarverði. „Af 140 bílaleigum sem eru skráðar á Íslandi er að finna bílaleigur með enga starfsmenn og engin skráð símanúmer. Ég hef rökstuddan grun um að fyrirtæki séu að stofna bílaleigur til að kaupa bílana á afslætti og jafnvel selja eftir ákveðinn tíma. Þetta þarf ráðherra að athuga frekar,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið en hann vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtæki hann væri með heimildir fyrir að stunduðu slík viðskipti. Bílaleigur fá felld niður vörugjöld af bílum að hluta til en að hámarki eina milljón króna. Hægt er að selja bílana aftur eftir fimmtán mánuði og þá þarf að framvísa bílaleigusamningum við sölu til að komast hjá því að endurgreiða vörugjöldin.Bergþór Karlsson„Þeir sem fá þennan afslátt eru undir ströngu eftirliti Samgöngustofu og tollsins. Þeir þurfa reglulega að sýna bílaleigusamninga, sem mega að hámarki vera upp á þrjár vikur og ekki til tengdra aðila. Þeir þurfa að hafa opna starfsstöð, bílaleiguleyfi og allan fyrirtækjarekstur á hreinu,“ segir Bergþór. Hann segir bílaleigum hafa fjölgað um meira en helming á síðustu sex árum en ástæðan sé ekki svindl stórfyrirtækja heldur hafi fleiri stofnað bílaleigur með notuðum og gömlum bílum. „Ég fór sjálfur yfir lista með þessum 140 bílaleigum í síðustu viku og það er ekkert gruggugt við hann. Þarna eru litlar leigur með notaða bíla, til dæmis hótel og réttingarverkstæði. Þegar um gamla bíla er að ræða fá aðilarnir ekki afslátt af vörugjöldunum. Bílaleiguleyfi og afsláttur af vörugjöldum er ekki sami hluturinn. Það þarf að uppfylla ströng skilyrði til að fá afsláttinn.“ Bergþór segir að ný lög séu væntanleg um leigu á ökutækjum sem muni auka öryggi viðskiptavina. „Með þessari drusluvæðingu í bílaleigubransanum þá þarf að koma stífari rammi svo ekki sé verið að leigja út bíla í lélegu ástandi. Við fögnum því og það gæti þýtt að þessi mikla fjölgun bílaleiga hætti.“ Tengdar fréttir Þingmaður setur stórt spurningamerki við bílaleigur landsins „Ég hef enga trú á að það sé markaður fyrir 140 bílaleigur á Íslandi,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 9. apríl 2014 17:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Ég get fullyrt að þessi maður fari með rangt mál eins og gerist oft hjá þingmönnum sem hafa ekki kynnt sér málin nægilega vel,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar. Bergþór vísar þar í orð Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að ástæða fyrir mikilli fjölgun bílaleiga sé meðal annars sú að stórfyrirtæki stofni leigur, kaupi bíla og leigi síðan starfsmönnum sínum á kostnaðarverði. „Af 140 bílaleigum sem eru skráðar á Íslandi er að finna bílaleigur með enga starfsmenn og engin skráð símanúmer. Ég hef rökstuddan grun um að fyrirtæki séu að stofna bílaleigur til að kaupa bílana á afslætti og jafnvel selja eftir ákveðinn tíma. Þetta þarf ráðherra að athuga frekar,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið en hann vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtæki hann væri með heimildir fyrir að stunduðu slík viðskipti. Bílaleigur fá felld niður vörugjöld af bílum að hluta til en að hámarki eina milljón króna. Hægt er að selja bílana aftur eftir fimmtán mánuði og þá þarf að framvísa bílaleigusamningum við sölu til að komast hjá því að endurgreiða vörugjöldin.Bergþór Karlsson„Þeir sem fá þennan afslátt eru undir ströngu eftirliti Samgöngustofu og tollsins. Þeir þurfa reglulega að sýna bílaleigusamninga, sem mega að hámarki vera upp á þrjár vikur og ekki til tengdra aðila. Þeir þurfa að hafa opna starfsstöð, bílaleiguleyfi og allan fyrirtækjarekstur á hreinu,“ segir Bergþór. Hann segir bílaleigum hafa fjölgað um meira en helming á síðustu sex árum en ástæðan sé ekki svindl stórfyrirtækja heldur hafi fleiri stofnað bílaleigur með notuðum og gömlum bílum. „Ég fór sjálfur yfir lista með þessum 140 bílaleigum í síðustu viku og það er ekkert gruggugt við hann. Þarna eru litlar leigur með notaða bíla, til dæmis hótel og réttingarverkstæði. Þegar um gamla bíla er að ræða fá aðilarnir ekki afslátt af vörugjöldunum. Bílaleiguleyfi og afsláttur af vörugjöldum er ekki sami hluturinn. Það þarf að uppfylla ströng skilyrði til að fá afsláttinn.“ Bergþór segir að ný lög séu væntanleg um leigu á ökutækjum sem muni auka öryggi viðskiptavina. „Með þessari drusluvæðingu í bílaleigubransanum þá þarf að koma stífari rammi svo ekki sé verið að leigja út bíla í lélegu ástandi. Við fögnum því og það gæti þýtt að þessi mikla fjölgun bílaleiga hætti.“
Tengdar fréttir Þingmaður setur stórt spurningamerki við bílaleigur landsins „Ég hef enga trú á að það sé markaður fyrir 140 bílaleigur á Íslandi,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 9. apríl 2014 17:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þingmaður setur stórt spurningamerki við bílaleigur landsins „Ég hef enga trú á að það sé markaður fyrir 140 bílaleigur á Íslandi,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 9. apríl 2014 17:58