Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2014 17:30 Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun. Lögreglan segir málið byggt á misskilningi. Vísir/Heiða Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Vinnubrögð sorphirðumanna í tilvikinu sem Vísir greindi frá í gær voru með öllu eðlileg að því er kemur fram í tilkynningunni. Um nýjan starfsmann var að ræða sem fór með masterslykil að húsinu til að athuga hvort sorptunnan kynni að vera innan við dyr að bílskúr enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Umræddur masterslykill er geymdur í ruslabílnum en fljótlega kom í ljós að lykillinn gekk ekki að skránni því enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Hér að neðan má sjá tilkynningu sem Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi út í kjölfar rannsóknar lögreglu. Þar kemur fram að fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar hafi að eigin frumkvæði farið til lögreglu í morgun og gert grein fyrir málinu. Í kjölfarið hafi lögreglan skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferðinni heldur misskilningur. Fréttastofa Vísis ítrekar afsökunarbeiðni sína til sorphirðumanna sem birt var á vefnum í morgun.Sorphirðufólk var eingöngu að sinna starfi sínuRannsókn lögreglu vegna tilkynningar um að starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur hafi gert tilraun til innbrots í íbúðarhús miðvikudaginn 9. apríl hefur leitt í ljós að starfsfólkið var eingöngu að sinna starfi sínu.Sorphirða Reykjavíkur leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Starfsfólkið er auðþekkt í sjálflýsandi öryggisklæðnaði og hefur með verkum sínum öðlast traust borgarbúa.Sorphirða Reykjavíkur harmar ónákvæmar fréttir og staðhæfingar á visi.is og í Fréttablaðinu um málið. Ekki var haft samband við viðkomandi starfsmenn eða lögreglu áður en fréttin birtist.Fréttin og umræða í kjölfar hennar ollu starfsfólki sorphirðunnar verulegum óþægindum því vegið var að æru þess og starfsheiðri. Þar sem þeim ofbauð fréttaflutningurinn ákváðu það að mótmæla kröftuglega fyrir utan höfuðstöðvar 365, sem rekur Vísi og Fréttablaðið, í morgun. Í kjölfarið baðst fréttastjóri Vísis afsökunar.Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun og gerðu grein fyrir málinu. Lögreglan hefur skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að hér hafi ekki verið neitt óeðlilegt á ferðinni heldur misskilningur.Reykvíkingar geta hér eftir sem hingað til treyst Sorphirðu Reykjavíkur. Mikilvægt er að sýna öllum vinsemd og virðingu.Með bestu kveðjumBjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Vinnubrögð sorphirðumanna í tilvikinu sem Vísir greindi frá í gær voru með öllu eðlileg að því er kemur fram í tilkynningunni. Um nýjan starfsmann var að ræða sem fór með masterslykil að húsinu til að athuga hvort sorptunnan kynni að vera innan við dyr að bílskúr enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Umræddur masterslykill er geymdur í ruslabílnum en fljótlega kom í ljós að lykillinn gekk ekki að skránni því enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Hér að neðan má sjá tilkynningu sem Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi út í kjölfar rannsóknar lögreglu. Þar kemur fram að fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar hafi að eigin frumkvæði farið til lögreglu í morgun og gert grein fyrir málinu. Í kjölfarið hafi lögreglan skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferðinni heldur misskilningur. Fréttastofa Vísis ítrekar afsökunarbeiðni sína til sorphirðumanna sem birt var á vefnum í morgun.Sorphirðufólk var eingöngu að sinna starfi sínuRannsókn lögreglu vegna tilkynningar um að starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur hafi gert tilraun til innbrots í íbúðarhús miðvikudaginn 9. apríl hefur leitt í ljós að starfsfólkið var eingöngu að sinna starfi sínu.Sorphirða Reykjavíkur leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Starfsfólkið er auðþekkt í sjálflýsandi öryggisklæðnaði og hefur með verkum sínum öðlast traust borgarbúa.Sorphirða Reykjavíkur harmar ónákvæmar fréttir og staðhæfingar á visi.is og í Fréttablaðinu um málið. Ekki var haft samband við viðkomandi starfsmenn eða lögreglu áður en fréttin birtist.Fréttin og umræða í kjölfar hennar ollu starfsfólki sorphirðunnar verulegum óþægindum því vegið var að æru þess og starfsheiðri. Þar sem þeim ofbauð fréttaflutningurinn ákváðu það að mótmæla kröftuglega fyrir utan höfuðstöðvar 365, sem rekur Vísi og Fréttablaðið, í morgun. Í kjölfarið baðst fréttastjóri Vísis afsökunar.Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun og gerðu grein fyrir málinu. Lögreglan hefur skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að hér hafi ekki verið neitt óeðlilegt á ferðinni heldur misskilningur.Reykvíkingar geta hér eftir sem hingað til treyst Sorphirðu Reykjavíkur. Mikilvægt er að sýna öllum vinsemd og virðingu.Með bestu kveðjumBjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent