„Notum það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. apríl 2014 16:01 Nú hefur bæst í pottaflóru landsmanna þar sem nýr heitur pottur var vígður í Vesturbæjarlaug klukkan 16 í dag. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, segir aldrei falla skugga á nýja pottinn. „Það er ekki verið að finna upp neitt nýtt,“ segir Hafliði í samtali við Vísi. „Við erum hins vegar að nota allt það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan.“ Laugarsvæðið hefur verið stækkað svo um munar og búið er að setja upp nýja girðingu, byggja nýjan kjallara og geymslu fyrir laugarverði, auk þess sem kvennaklefinn hefur verið tekinn í gegn. Hafliði segir þá fjóra potta sem fyrir voru vera á sínum stað en nýi potturinn er að hans sögn mjög stór. „Þetta er hrein viðbót og nýi potturinn er í rauninni tveir pottar saman. Þarna er vaðlaug, sambærileg þeirri í Grafarvogslaug, og svo stór, tvískiptur pottur sem er bæði nuddpottur og venjulegur.“Vísir/DaníelÞað var Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sem vígði pottinn og var hún í sannkölluðu sumarskapi þegar Vísir náði tali af henni. „Það stóð til að bíða með að taka karlaklefana í gegn en svo var ákveðið á fundi í borgarráði í morgun að bíða ekki lengur með það,“ segir Eva og munu endurbætur á karlaklefunum hefjast innan skamms. „Þetta er því gleðidagur fyrir Vesturbæjarlaug og alla sundiðkendur.“ Eva hélt stutta ræðu áður en hún vígði pottinn en stóru skærin voru ekki dregin á loft. „Nei, þetta er bara óformlegt, bara nokkur góð orð, enda best að tala sem minnst í svona góðu veðri og hleypa fólkinu bara sem fyrst í pottinn.“Vísir/DaníelDagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kominn hálfa leið í skýluna þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég var að sækja tvo yngstu krakkana mína og ætli ég dragi þau ekki bara með í pottinn,“ segir Dagur og viðurkennir að hann sé „meiri pottamaður en sundmaður“. Vesturbæjarlaugin er ekki hans hverfislaug en Dagur segir hana hafa skemmtilegan karakter. „Árbæjarlaugin er mitt uppáhald en þær eru allar æðislegar þó þær séu ólíkar.“ Hann segist reyna að fara sem oftast í sund enda sé það hollt fyrir líkama og sál. „Laugarnar í Reykjavík eru eitt það mesta lýðheilsuverkefni sem ég þekki og áhrif þeirra eru meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði á líkama og geðheilsu.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Nú hefur bæst í pottaflóru landsmanna þar sem nýr heitur pottur var vígður í Vesturbæjarlaug klukkan 16 í dag. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, segir aldrei falla skugga á nýja pottinn. „Það er ekki verið að finna upp neitt nýtt,“ segir Hafliði í samtali við Vísi. „Við erum hins vegar að nota allt það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan.“ Laugarsvæðið hefur verið stækkað svo um munar og búið er að setja upp nýja girðingu, byggja nýjan kjallara og geymslu fyrir laugarverði, auk þess sem kvennaklefinn hefur verið tekinn í gegn. Hafliði segir þá fjóra potta sem fyrir voru vera á sínum stað en nýi potturinn er að hans sögn mjög stór. „Þetta er hrein viðbót og nýi potturinn er í rauninni tveir pottar saman. Þarna er vaðlaug, sambærileg þeirri í Grafarvogslaug, og svo stór, tvískiptur pottur sem er bæði nuddpottur og venjulegur.“Vísir/DaníelÞað var Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sem vígði pottinn og var hún í sannkölluðu sumarskapi þegar Vísir náði tali af henni. „Það stóð til að bíða með að taka karlaklefana í gegn en svo var ákveðið á fundi í borgarráði í morgun að bíða ekki lengur með það,“ segir Eva og munu endurbætur á karlaklefunum hefjast innan skamms. „Þetta er því gleðidagur fyrir Vesturbæjarlaug og alla sundiðkendur.“ Eva hélt stutta ræðu áður en hún vígði pottinn en stóru skærin voru ekki dregin á loft. „Nei, þetta er bara óformlegt, bara nokkur góð orð, enda best að tala sem minnst í svona góðu veðri og hleypa fólkinu bara sem fyrst í pottinn.“Vísir/DaníelDagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kominn hálfa leið í skýluna þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég var að sækja tvo yngstu krakkana mína og ætli ég dragi þau ekki bara með í pottinn,“ segir Dagur og viðurkennir að hann sé „meiri pottamaður en sundmaður“. Vesturbæjarlaugin er ekki hans hverfislaug en Dagur segir hana hafa skemmtilegan karakter. „Árbæjarlaugin er mitt uppáhald en þær eru allar æðislegar þó þær séu ólíkar.“ Hann segist reyna að fara sem oftast í sund enda sé það hollt fyrir líkama og sál. „Laugarnar í Reykjavík eru eitt það mesta lýðheilsuverkefni sem ég þekki og áhrif þeirra eru meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði á líkama og geðheilsu.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira