Innlent

Hæstiréttur staðfestir að auðlegðarskattur sé löglegur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA/Auðunn
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að auðlegðarskatturinn væri löglegur. Guðrún Helga Lárusdóttir, eigandi Stálskips, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu vegna skatts sem lagður var á hana á árunum 2010 til 2012.

Þá sneri málið einnig að viðbótarauðlegðarskatti sem lagður var á hana árin 2011 og 2012. Guðrún krafðist þess að ríkið endurgreiddi henni 36 milljónir króna, en hún skaut málinu til hæstaréttar 15. nóvember í fyrra.

Dómararnir fimm voru sammála um að álagning auðlegðarskatts bryti ekki gegn stjórnarskrá, eins og Guðrún hélt fram. Dómur héraðsdóms var staðfestur og Guðrúnu gert að greiða ríkinu eina milljón króna í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×