Faðir barnsins dæmdur í fimm ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2014 11:02 Scott James Carcary fékk fimm ára fangelsisdóm. Vísir/stefán Scott James Carcary var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða dóttur sinnar í mars á síðasta ári. Frá dóminum dragast átta dagar sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Þá er honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna auk vaxta og allan sakakostnað. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað. Scott var ákærður var fyrir stórfellda líkamsárás með því að hrista dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar.Grunur um að svipað atferli hafi átt sér stað áður Atvikið átti sér stað hinn 17. mars 2013 þegar maðurinn var einn heima með dóttur sinni. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og í framhaldinu af því úrskurðaður í farbann þann 26. mars sama ár. Farbannið var svo framlengt í þrígang á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Barnið var flutt meðvitundarlaust með sjúkrabíl á Landspítalann daginn örlagaríka og lést þar nokkrum klukkustundum síðar. Auk sýnilegs áverka á heila barnsins, þá greindust sjáanlegar blæðingar í andliti, kinnum og höku, upphandleggjum brjóstkassa, baki og báðum fótleggjum. Blæðingarnar voru misdjúpar og voru rispur á húð á fótleggjum en ekki djúp sár. Blæðingarnar voru mjög greinilegar á milli rifbeina. Við krufninguna fundust eldri beináverkar á rifbeini og fótleggjabeini og vöktu beinbrotin grun um að svipað atferli hafi átt sér stað áður. Þýskur réttarmeinafræðingur sem bar vitni í málinu hinn 13. mars síðastliðinn sagði útilokað að barnið hafi verið hrist óvart, og taldi engar líkur á að gáleysi gæti hafa valdið slíkum áverkum. Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Ákæruvaldið í shaken-baby málinu vill þunga refsingu yfir manninum í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. 14. mars 2014 12:16 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Scott James Carcary var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða dóttur sinnar í mars á síðasta ári. Frá dóminum dragast átta dagar sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Þá er honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna auk vaxta og allan sakakostnað. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað. Scott var ákærður var fyrir stórfellda líkamsárás með því að hrista dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar.Grunur um að svipað atferli hafi átt sér stað áður Atvikið átti sér stað hinn 17. mars 2013 þegar maðurinn var einn heima með dóttur sinni. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og í framhaldinu af því úrskurðaður í farbann þann 26. mars sama ár. Farbannið var svo framlengt í þrígang á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Barnið var flutt meðvitundarlaust með sjúkrabíl á Landspítalann daginn örlagaríka og lést þar nokkrum klukkustundum síðar. Auk sýnilegs áverka á heila barnsins, þá greindust sjáanlegar blæðingar í andliti, kinnum og höku, upphandleggjum brjóstkassa, baki og báðum fótleggjum. Blæðingarnar voru misdjúpar og voru rispur á húð á fótleggjum en ekki djúp sár. Blæðingarnar voru mjög greinilegar á milli rifbeina. Við krufninguna fundust eldri beináverkar á rifbeini og fótleggjabeini og vöktu beinbrotin grun um að svipað atferli hafi átt sér stað áður. Þýskur réttarmeinafræðingur sem bar vitni í málinu hinn 13. mars síðastliðinn sagði útilokað að barnið hafi verið hrist óvart, og taldi engar líkur á að gáleysi gæti hafa valdið slíkum áverkum.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Ákæruvaldið í shaken-baby málinu vill þunga refsingu yfir manninum í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. 14. mars 2014 12:16 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43
Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Ákæruvaldið í shaken-baby málinu vill þunga refsingu yfir manninum í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. 14. mars 2014 12:16
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37
Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51
Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55