Grunnskólakennarar velta fyrir sér aðgerðum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 11. apríl 2014 10:00 Grunnskólakennarar eru orðnir langeygir eftir nýjum kjarasamningi og íhuga að grípa til aðgerða til að knýja á um að samið verði. Fréttablaðið/GVa Grunnskólakennarar íhuga að grípa til aðgerða til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga. Það styttist í skólalok og kennarar telja að hafi samningar ekki náðst áður en sumarfrí hefst muni lítið þokast við gerð nýs samnings fyrr en á nýju skólaári. Tíminn er því að hlaupa frá kennurum. „Okkar fólk er farið að ókyrrast mjög og menn eru farnir að ræða hvort það þurfi virkilega að grípa til aðgerða. Það er í fyrsta skipti í langan tíma sem menn setja fram þær hugmyndir,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Grunnskólakennarar vísuðu kjaradeilu sinni við ríkið til sáttasemjara fyrir rúmum þremur vikum þar sem þeim þótti ekki nógu góður gangur í viðræðunum. Ólafur segir að rætt hafi verið um að gera langtímakjarasamning eða allt til ársins 2017. Markmiðið sé að jafna laun grunnskólakennara launum annarra háskólamenntaðra stétta sem hafi sambærileg laun og beri álíka ábyrgð. „Það er verið að reyna að setja aukinn kraft í viðræðurnar. Okkar helstu viðmiðunarhópar eru að mestu búnir að semja svo línur eru að skýrast. Óvissuþáttunum er að fækka,“ segir Ólafur. Framhaldsskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í síðustu viku, samkvæmt honum geta laun þeirra hækkað um allt að 29 prósent á samningstímanum sem er um tvö og hálft ár. „Það þarf að hækka laun grunnskólakennara að minnsta kosti til jafns við framhaldsskólakennara. Að öðrum kosti dregur í sundur með þessum stéttum og það er ekki í boði,“ segir Ólafur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt áherslu á að semja um breytingar á vinnutíma kennara með það að markmiði að einfalda hann. Ólafur segir að það hafi verið rætt. Hins vegar vanti faglegan rökstuðning fyrir því hvers vegna eigi að fara út í að breyta vinnutíma kennara. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður við kennara snúist um ákveðnar kerfisbreytingar og launin séu hluti af þeim. „Viðræðurnar eru í fullum gangi. Þetta þokast áfram,“ segir Inga Rún. Hún segir að kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara hafi verið til skoðunar. Það séu hins vegar allt aðrar aðstæður í grunnskólum en framhaldsskólum. „Þetta eru ólíkar skólagerðir,“ segir hún. Grunnskólakennarar telja að þeir eigi inni allt að 30 prósenta launaleiðréttingu. Nýútskrifaður grunnskólakennari sem hefur umsjón með 12 til 19 nemendum fær 306 þúsund krónur á mánuði í dag. Ef hann fengi 30 prósenta launaleiðréttingu myndu laun hans hækka upp í um 400 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem gæti orðið allt að þrjú ár. Grunnskólakennari sem hefur kennt í 15 ár fær 361 þúsund krónur í mánaðarlaun. Ef hann fengi sömu launaleiðréttingu myndu laun hans hækka í tæpar 470 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Grunnskólakennarar íhuga að grípa til aðgerða til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga. Það styttist í skólalok og kennarar telja að hafi samningar ekki náðst áður en sumarfrí hefst muni lítið þokast við gerð nýs samnings fyrr en á nýju skólaári. Tíminn er því að hlaupa frá kennurum. „Okkar fólk er farið að ókyrrast mjög og menn eru farnir að ræða hvort það þurfi virkilega að grípa til aðgerða. Það er í fyrsta skipti í langan tíma sem menn setja fram þær hugmyndir,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Grunnskólakennarar vísuðu kjaradeilu sinni við ríkið til sáttasemjara fyrir rúmum þremur vikum þar sem þeim þótti ekki nógu góður gangur í viðræðunum. Ólafur segir að rætt hafi verið um að gera langtímakjarasamning eða allt til ársins 2017. Markmiðið sé að jafna laun grunnskólakennara launum annarra háskólamenntaðra stétta sem hafi sambærileg laun og beri álíka ábyrgð. „Það er verið að reyna að setja aukinn kraft í viðræðurnar. Okkar helstu viðmiðunarhópar eru að mestu búnir að semja svo línur eru að skýrast. Óvissuþáttunum er að fækka,“ segir Ólafur. Framhaldsskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í síðustu viku, samkvæmt honum geta laun þeirra hækkað um allt að 29 prósent á samningstímanum sem er um tvö og hálft ár. „Það þarf að hækka laun grunnskólakennara að minnsta kosti til jafns við framhaldsskólakennara. Að öðrum kosti dregur í sundur með þessum stéttum og það er ekki í boði,“ segir Ólafur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt áherslu á að semja um breytingar á vinnutíma kennara með það að markmiði að einfalda hann. Ólafur segir að það hafi verið rætt. Hins vegar vanti faglegan rökstuðning fyrir því hvers vegna eigi að fara út í að breyta vinnutíma kennara. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður við kennara snúist um ákveðnar kerfisbreytingar og launin séu hluti af þeim. „Viðræðurnar eru í fullum gangi. Þetta þokast áfram,“ segir Inga Rún. Hún segir að kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara hafi verið til skoðunar. Það séu hins vegar allt aðrar aðstæður í grunnskólum en framhaldsskólum. „Þetta eru ólíkar skólagerðir,“ segir hún. Grunnskólakennarar telja að þeir eigi inni allt að 30 prósenta launaleiðréttingu. Nýútskrifaður grunnskólakennari sem hefur umsjón með 12 til 19 nemendum fær 306 þúsund krónur á mánuði í dag. Ef hann fengi 30 prósenta launaleiðréttingu myndu laun hans hækka upp í um 400 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem gæti orðið allt að þrjú ár. Grunnskólakennari sem hefur kennt í 15 ár fær 361 þúsund krónur í mánaðarlaun. Ef hann fengi sömu launaleiðréttingu myndu laun hans hækka í tæpar 470 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira