Innlent

Játar tilraun til manndráps

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Ernir
Þingfesting í máli 22 ára gamals karlmanns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps fór fram í Hèraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn játar sök.

Frestur var veittur fram í byrjun næsta mánaðar á grundvelli gagnaöflunar og metið verður hvort maðurinn sé ósakhæfur vegna undirliggjandi geðrofseinkenna.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa stungið annan mann, jafnaldra sinn, í brjóstkassann og fyrir að hafa skorið hann á háls þar sem hann lá sofandi á sófa að næturlagi. Hlaut sá sem stunginn var átta sentímetra langan skurð á hálsi og 1,5 sentímetra djúpt stungusár á brjóstkassa.

Ríkissaksóknari hafði farið fram á að manninum yrði refsað og til vararefsingar að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá gerði maðurinn sem ráðist var á kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 4,5 milljónir í skaðabætur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×