Innlent

Réðst á lögreglumann eftir eftirför

Ökumaður réðst á lögreglumann, eftir að hann hafði verið þvingaður til að nema staðar eftir stutta, en snarpa eftirför lögreglu í Kópavogi í gærkvöldi.

Upphafið var að ökumaðurinn, sem var undir áhrifum fíkniefna, stal bíl í Hafnarfirði sem skömmu síðar sást á ferð í Kópavogi. Þegar lögreglumenn gáfu honum stöðvunarmerki, virti hann það að vettugi og reyndi að stinga af. En þegar hann hafði verið króaður af, brást hann við með því að ráðast á lögreglumann.

Hann var brátt yfirbugaður og vistaður í fangageymslu. Þar vaknar hann væntanlega upp við vondan draum, því yfir honum vofa kærur fyrir  bílþjófnað, fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og fyrir ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×