Innlent

Ættum að senda Óslóarbúum tré til að þakka fyrir okkur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Mér finnst að við ættum að senda Norðmönnum tré að gjöf úr Heiðmörk og þakkarkort fyrir að hafa verið svona gjafmildir í okkar garð um langa hríð,“ skrifaði hún á Facebook síðu sína fyrr í dag.
„Mér finnst að við ættum að senda Norðmönnum tré að gjöf úr Heiðmörk og þakkarkort fyrir að hafa verið svona gjafmildir í okkar garð um langa hríð,“ skrifaði hún á Facebook síðu sína fyrr í dag. VÍSIR/GVA/VALLI
„Í ljósi þess hvað Norðmenn hafa verið góðir við okkur að gefa okkur jólatré um áratugaskeið ættum við að íhuga að endurgjalda þeim frændsemina,“ segir Birgitta Jónsdóttir alþingismaður í samtali við Vísi.

„Mér finnst að við ættum að senda Norðmönnum tré að gjöf úr Heiðmörk og þakkarkort fyrir að hafa verið svona gjafmildir í okkar garð um langa hríð,“ skrifaði hún á Facebook síðu sína fyrr í dag.

Miklar umræður hafa spunnist um það að Óslóarbúar eru að íhuga að hætta að senda Reykvíkingum jólatré á aðventunni.

„Við eigum orðið svo stór tré hér sjálf. En líklega er það nú samt bara óþarfi að vera að senda tré á milli landa,“ segir Birgitta. „Við gætum kannski sent þeim lítið tré til þess að gróðursetja til að þakka fyrir okkur. Það gæti verið svona Íslandstré.“

Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter sagði í samtali við Morgunblaðið að sér þætti það leiðinlegt að Óslóarbúar íhugi nú að hætta að senda tré hingað til lands. „Þetta hefur verið góð hefð og persónulega fyndist mér það leiðinlegt ef hún legðist af,“ sagði Dag.“

Hann vill halda í hefðina og vonast eftir sátt í málinu. Það komi til greina að næsta jólatré komi úr borgarlandi Reykjavíkur en þá muni Norðmenn bera allan kostnað af því að koma trénu fyrir á Austurvelli. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×