„Ég er hætt að skammast mín“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 10. apríl 2014 14:52 „Við vorum þarna mörg að glíma við það sama, skömmina. Við skömmumst okkar svo fyrir að þjást af þessum sjúkdómi, þunglyndi,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, sagnfræðingur frá Vestmannaeyjum um dvöl sína á Reykjalundi og kynni sín af öðrum sjúklingum þar. Jóhanna Ýr er nýkomin af Reykjalundi þar sem hún dvaldi í sex vikur. Á meðan á dvöl hennar þar stóð útbjó hún myndband í samstarfi við Ágúst Óskar Gústafsson heimilislækni í Vestmannaeyjum. Tveir aðrir, Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Gísli Stefánsson komu einnig að gerð myndbandsins. Tilgangurinn með myndbandinu er að opna umræðuna og brjóta niður fordóma gegn þunglyndi. Ágúst átti hugmydnina en hann hefur velt því fyrir sér hvort skjólstæðingar hans ættu auðveldara með að viðurkenna sjúkdóminn ef hann væri sýnilegri. Hann hefur spurt þá hvort þeim liði betur ef hann setti þá í fatla og þaðan er nafn myndbandsins komið, Geð-fatlinn. Man ekki eftir sér öðruvísi en með brotna sjálfsmynd Jóhanna Ýr segir þunglyndi sitt hafa byrjað mjög snemma. Móðir hennar lést þegar hún var níu ára gömul og því fylgdi mikil vanlíðan. „Ég man varla eftir mér öðruvísi en lítilli í mér og með mjög brotna sjálfsmynd,“ segir hún. Hún var fyrst greind með þunglyndi eftir fæðingu stúlku sem hún gaf frá sér til ættleiðingar, þá var Jóhanna Ýr 21 árs. „Læknirinn vildi flokka þetta sem fæðingaþunglyndi, þetta væri eitthvað sem væri bara tímabundið. Þetta var árið 1995 og þunglyndi var mikið „tabú“ á þessum tíma. Sem það er þó að einhverju leyti enn. Ég tók þátt í þessum leik, enda fegin að þetta myndi taka enda og ein pilla gæti jafnvel bjargað mér.“ Fljótlega eftir fæðinguna hitti Jóhanna Ýr þó geðlækni í fyrsta sinn. Það var að áeggjan presta í Vestmannaeyjum, Jónu Hrannar Bolladóttur og Bjarna Karlssonar, þar sem Jóhanna Ýr bjó. Hún flutti svo til borgarinnar þremur árum síðar og þá fékk hún að fara í samtalsmeðferð á geðdeild Landspítalans. „Þá var ég alvarlega veik og með sjálfsvígshugsanir.“Mjög þunglynd og ástfangin um leið „Ég var ofsalega þunglynd, sem var skrítið, því á þessum tíma var ég í fyrsta sinn á ævinni ástfangin, af manninum sem ég er með enn í dag,“ segir Jóhanna Ýr. En á geðdeild fékk Jóhanna Ýr hjálp. „Ég sá til sólar og hélt ég væri útskrifuð og hætt að vera veik.“ Svo gott var það þó ekki og Jóhanna Ýr segist vera í sífelldri baráttu við sjúkdóminn. Lyf hentuðu henni ekki vel og hún segir þau hafa farið illa í sig. Það sem hefur hjálpað henni mest er hugræn atferlismeðferð og meðferð sem kölluð er núvitund (e. mindfulness). „Á Íslandi erum við mjög skyndilausna miðuð, pillurnar eiga að redda okkur. En það er ekki hægt að gefa pillur við öllu, fólk þarf líka að breyta lífi sínu. Maður þarf að lifa samkvæmt sjúkdómnum. Rétt eins og þeir sem eru sykursjúkir, þeir taka ekki bara lyf, þeir aðlaga líf sitt sjúkdómnum,“ segir Jóhanna Ýr. Lyf geti þó vissulega verið nauðsynlegt, enda fólk oft komið ansi langt niður þegar það leitar sér loks hjálpar. „En maður þarf að hugsa, ertu að sofa rétt og ertu að borða rétt. Ertu virkur?,“ segir Jóhanna Ýr.Passar upp á lífsklukkuna „Það þarf að virða lífsklukkuna, passa svefninn og fara á fætur. Ég tók mikilvægustu ákvörðunina fyrir um tíu árum síðan þegar ég ákvað að ég skyldi alltaf fara á fætur. Hversu erfitt sem það væri að horfa framan í fólk og takast á við daginn. En ég var týpan sem lá í rúminu og gat ekki „feisað“ heiminn,“ segir Jóhanna Ýr. Þunglyndi geti líka verið erfitt fyrir þá sem standa sjúklingnum næst. „Þetta er rosalegt álag fyrir fjölskylduna og þetta hefur verið mjög mikið álag á manninn minn. Ég skil stundum ekki hvernig hann hefur getað staðið uppréttur þegar ég er í verstu köstunum,“ segir Jóhanna Ýr.Þunglyndir liggja ekki bara í rúminu Ástæðuna fyrir því að Jóhanna vill ræða þetta núna er að hún finnur fyrir því að margir í kringum hana séu hissa á að heyra að hún sé þunglynd. Fólki finnist hún öflug, virk, full sjálfstraust og hamingjusöm. Fólk viti til dæmis af myndbandinu sem hún gerði fyrr á árinu með syni sínum um einhverfu og finnist hún svo öflug og skapandi. „En það er bara þannig, þunglyndissjúklingar liggja ekkert í rúminu alla daga með dregið fyrir. Þeir eru jafnvel þeir sem eru hvað uppteknastir og reyna að láta allt líta vel út á yfirborðinu. En margir í samfélaginu sem eru alveg „fúnkerandi“ fara samt í gegnum daginn á krepptum hnefanum“ „En það gengur ekki endalaust, á endanum klárast batteríin,“ segir Jóhanna. Jóhanna hvetur fólk sem líður illa að leita sér aðstoðar og í þeim tilgangi er myndbandið gert. Að minna fólk á að þunglyndi sé ekkert til að skammast sín fyrir. Þunglyndi sé sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði einstaklinginn sem þjáist af honum og nánustu fjölskyldu og vini. Þunglyndi geti líka verið lífshættulegt. „Ég er hætt að skammast mín.“ Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
„Við vorum þarna mörg að glíma við það sama, skömmina. Við skömmumst okkar svo fyrir að þjást af þessum sjúkdómi, þunglyndi,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, sagnfræðingur frá Vestmannaeyjum um dvöl sína á Reykjalundi og kynni sín af öðrum sjúklingum þar. Jóhanna Ýr er nýkomin af Reykjalundi þar sem hún dvaldi í sex vikur. Á meðan á dvöl hennar þar stóð útbjó hún myndband í samstarfi við Ágúst Óskar Gústafsson heimilislækni í Vestmannaeyjum. Tveir aðrir, Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Gísli Stefánsson komu einnig að gerð myndbandsins. Tilgangurinn með myndbandinu er að opna umræðuna og brjóta niður fordóma gegn þunglyndi. Ágúst átti hugmydnina en hann hefur velt því fyrir sér hvort skjólstæðingar hans ættu auðveldara með að viðurkenna sjúkdóminn ef hann væri sýnilegri. Hann hefur spurt þá hvort þeim liði betur ef hann setti þá í fatla og þaðan er nafn myndbandsins komið, Geð-fatlinn. Man ekki eftir sér öðruvísi en með brotna sjálfsmynd Jóhanna Ýr segir þunglyndi sitt hafa byrjað mjög snemma. Móðir hennar lést þegar hún var níu ára gömul og því fylgdi mikil vanlíðan. „Ég man varla eftir mér öðruvísi en lítilli í mér og með mjög brotna sjálfsmynd,“ segir hún. Hún var fyrst greind með þunglyndi eftir fæðingu stúlku sem hún gaf frá sér til ættleiðingar, þá var Jóhanna Ýr 21 árs. „Læknirinn vildi flokka þetta sem fæðingaþunglyndi, þetta væri eitthvað sem væri bara tímabundið. Þetta var árið 1995 og þunglyndi var mikið „tabú“ á þessum tíma. Sem það er þó að einhverju leyti enn. Ég tók þátt í þessum leik, enda fegin að þetta myndi taka enda og ein pilla gæti jafnvel bjargað mér.“ Fljótlega eftir fæðinguna hitti Jóhanna Ýr þó geðlækni í fyrsta sinn. Það var að áeggjan presta í Vestmannaeyjum, Jónu Hrannar Bolladóttur og Bjarna Karlssonar, þar sem Jóhanna Ýr bjó. Hún flutti svo til borgarinnar þremur árum síðar og þá fékk hún að fara í samtalsmeðferð á geðdeild Landspítalans. „Þá var ég alvarlega veik og með sjálfsvígshugsanir.“Mjög þunglynd og ástfangin um leið „Ég var ofsalega þunglynd, sem var skrítið, því á þessum tíma var ég í fyrsta sinn á ævinni ástfangin, af manninum sem ég er með enn í dag,“ segir Jóhanna Ýr. En á geðdeild fékk Jóhanna Ýr hjálp. „Ég sá til sólar og hélt ég væri útskrifuð og hætt að vera veik.“ Svo gott var það þó ekki og Jóhanna Ýr segist vera í sífelldri baráttu við sjúkdóminn. Lyf hentuðu henni ekki vel og hún segir þau hafa farið illa í sig. Það sem hefur hjálpað henni mest er hugræn atferlismeðferð og meðferð sem kölluð er núvitund (e. mindfulness). „Á Íslandi erum við mjög skyndilausna miðuð, pillurnar eiga að redda okkur. En það er ekki hægt að gefa pillur við öllu, fólk þarf líka að breyta lífi sínu. Maður þarf að lifa samkvæmt sjúkdómnum. Rétt eins og þeir sem eru sykursjúkir, þeir taka ekki bara lyf, þeir aðlaga líf sitt sjúkdómnum,“ segir Jóhanna Ýr. Lyf geti þó vissulega verið nauðsynlegt, enda fólk oft komið ansi langt niður þegar það leitar sér loks hjálpar. „En maður þarf að hugsa, ertu að sofa rétt og ertu að borða rétt. Ertu virkur?,“ segir Jóhanna Ýr.Passar upp á lífsklukkuna „Það þarf að virða lífsklukkuna, passa svefninn og fara á fætur. Ég tók mikilvægustu ákvörðunina fyrir um tíu árum síðan þegar ég ákvað að ég skyldi alltaf fara á fætur. Hversu erfitt sem það væri að horfa framan í fólk og takast á við daginn. En ég var týpan sem lá í rúminu og gat ekki „feisað“ heiminn,“ segir Jóhanna Ýr. Þunglyndi geti líka verið erfitt fyrir þá sem standa sjúklingnum næst. „Þetta er rosalegt álag fyrir fjölskylduna og þetta hefur verið mjög mikið álag á manninn minn. Ég skil stundum ekki hvernig hann hefur getað staðið uppréttur þegar ég er í verstu köstunum,“ segir Jóhanna Ýr.Þunglyndir liggja ekki bara í rúminu Ástæðuna fyrir því að Jóhanna vill ræða þetta núna er að hún finnur fyrir því að margir í kringum hana séu hissa á að heyra að hún sé þunglynd. Fólki finnist hún öflug, virk, full sjálfstraust og hamingjusöm. Fólk viti til dæmis af myndbandinu sem hún gerði fyrr á árinu með syni sínum um einhverfu og finnist hún svo öflug og skapandi. „En það er bara þannig, þunglyndissjúklingar liggja ekkert í rúminu alla daga með dregið fyrir. Þeir eru jafnvel þeir sem eru hvað uppteknastir og reyna að láta allt líta vel út á yfirborðinu. En margir í samfélaginu sem eru alveg „fúnkerandi“ fara samt í gegnum daginn á krepptum hnefanum“ „En það gengur ekki endalaust, á endanum klárast batteríin,“ segir Jóhanna. Jóhanna hvetur fólk sem líður illa að leita sér aðstoðar og í þeim tilgangi er myndbandið gert. Að minna fólk á að þunglyndi sé ekkert til að skammast sín fyrir. Þunglyndi sé sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði einstaklinginn sem þjáist af honum og nánustu fjölskyldu og vini. Þunglyndi geti líka verið lífshættulegt. „Ég er hætt að skammast mín.“
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira