Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2014 10:56 Snorri Óskarsson mun ekki hætta fyrr en niðurstaða færst í máli hans gagnvart Akureyrarbæ. Í gær samþykkti bæjarráð Akureyrar ályktun þess efnis að það hafi verið rétt ákvörðun að víkja Snorra Óskarssyni, oft kenndur við Betel, úr starfi, þrátt fyrir niðurstöðu innanríkisráðneytisins um að ákvörðunin hafi verið ólögleg. Snorra var sagt upp störfum sem kennara í Brekkuskóla á Akureyri árið 2012. Ástæða uppsagnarinnar eru það sem bæjarráð telur fordómafull skrif Snorra á bloggsíðu sinni um samkynhneigða.Ofsóknir og fordómar gagnvart trú Snorri mun ekki una afgreiðslu bæjarráðs, hann telur hana fráleita og til marks um ofsóknir bæjarráðs Akureyrar gagnvart sér. „Já, mér sýnist þeir hafa hitt naglann á höfuðið í innanríkisráðuneytinu, þegar þeir komu með sína niðurstöðu og sögðu að áminning sú er Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Svoleiðis að þetta fólk sem þarna er að álykta, það er að gera sig bert af fordómum fordóma gagnvart trú og trúuðum. Þetta eru ekkert annað en ofsóknir. Mér finnst svakalega alvarlegt ef stjórnvöld á Akureyri, sem eiga að vera löghlýðin og vilja að þegnar séu það, gangi fram fyrir skjöldu til að brjóta á bak aftur dóm innanríkisráðuneytisins,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Snorri er þrátt fyrir þetta nokkuð léttur í bragði, segir að ekki þýði að vera í fýlu þó örlítið páskahret gangi yfir. En, vissulega séu átök. Hann hefur sent Ernu Guðmundsdóttur hjá Kennarasambandi Íslands tölvupóst vegna sinna mála, gerði það 9. apríl og samkvæmt svari er nú erindi hans til skoðunar þar á bæ.Dómsmál ef ekki takast samningar „Ég hyggst náttúrlega til bragðs taka að leita réttar míns. Ég álít að stéttarfélagið mitt, Kennarasamband Íslands, ætti að taka þetta mál að sér og klára það. Af því að þetta snertir ekki bara mig, þetta snertir Kennarann. Má kennari tjá sig utan skóla? Ef það reynist ekki, eða Kennarasambandið ætli ekki að gera það, verð ég að grípa til eigin frumkvæðis. En, það er alveg sama á hvern vænginn þetta fer, við þurfum að leiða það til lykta hvort sem er með samningum eða dómsmáli,“ segir Snorri sem telur þetta augljóslega prófmál. Hann veit ekki til þess að sambærilegt mál hafi komið til kasta yfirvalda eða Kennarasambandsins. Snorri hefur góðar vonir um að sambandið muni láta þetta mál til sín taka en samkvæmt svari Ernu er venjan að leita fyrst samninga, þá um miskabætur en ef ekki næst lending samkvæmt þeirri leið sé ekki um annað að ræða en fara lengra með málið. „Ég mun ekki hætta fyrr en fæst einhver niður staða í þetta. Ég hef fengið nokkrar sendingar tölvupósta frá kennurum utan að landi og hér á Akureyri sem þakka mér fyrir þessa baráttu fyrir kennarann,“ segir Snorri. Hann situr ekki auðum höndum þó ekki sé Snorri að uppfræða æskulýð. „Nú er ég bara að lesa í biblíunni, var að lesa mér til gagns bæði Sakaría og Jóel spámann. er að bera það saman við fréttirnar sem ég heyri frá Palestínu og viðbrögð Sameinuðu þjóðanna við þeim.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í gær samþykkti bæjarráð Akureyrar ályktun þess efnis að það hafi verið rétt ákvörðun að víkja Snorra Óskarssyni, oft kenndur við Betel, úr starfi, þrátt fyrir niðurstöðu innanríkisráðneytisins um að ákvörðunin hafi verið ólögleg. Snorra var sagt upp störfum sem kennara í Brekkuskóla á Akureyri árið 2012. Ástæða uppsagnarinnar eru það sem bæjarráð telur fordómafull skrif Snorra á bloggsíðu sinni um samkynhneigða.Ofsóknir og fordómar gagnvart trú Snorri mun ekki una afgreiðslu bæjarráðs, hann telur hana fráleita og til marks um ofsóknir bæjarráðs Akureyrar gagnvart sér. „Já, mér sýnist þeir hafa hitt naglann á höfuðið í innanríkisráðuneytinu, þegar þeir komu með sína niðurstöðu og sögðu að áminning sú er Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Svoleiðis að þetta fólk sem þarna er að álykta, það er að gera sig bert af fordómum fordóma gagnvart trú og trúuðum. Þetta eru ekkert annað en ofsóknir. Mér finnst svakalega alvarlegt ef stjórnvöld á Akureyri, sem eiga að vera löghlýðin og vilja að þegnar séu það, gangi fram fyrir skjöldu til að brjóta á bak aftur dóm innanríkisráðuneytisins,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Snorri er þrátt fyrir þetta nokkuð léttur í bragði, segir að ekki þýði að vera í fýlu þó örlítið páskahret gangi yfir. En, vissulega séu átök. Hann hefur sent Ernu Guðmundsdóttur hjá Kennarasambandi Íslands tölvupóst vegna sinna mála, gerði það 9. apríl og samkvæmt svari er nú erindi hans til skoðunar þar á bæ.Dómsmál ef ekki takast samningar „Ég hyggst náttúrlega til bragðs taka að leita réttar míns. Ég álít að stéttarfélagið mitt, Kennarasamband Íslands, ætti að taka þetta mál að sér og klára það. Af því að þetta snertir ekki bara mig, þetta snertir Kennarann. Má kennari tjá sig utan skóla? Ef það reynist ekki, eða Kennarasambandið ætli ekki að gera það, verð ég að grípa til eigin frumkvæðis. En, það er alveg sama á hvern vænginn þetta fer, við þurfum að leiða það til lykta hvort sem er með samningum eða dómsmáli,“ segir Snorri sem telur þetta augljóslega prófmál. Hann veit ekki til þess að sambærilegt mál hafi komið til kasta yfirvalda eða Kennarasambandsins. Snorri hefur góðar vonir um að sambandið muni láta þetta mál til sín taka en samkvæmt svari Ernu er venjan að leita fyrst samninga, þá um miskabætur en ef ekki næst lending samkvæmt þeirri leið sé ekki um annað að ræða en fara lengra með málið. „Ég mun ekki hætta fyrr en fæst einhver niður staða í þetta. Ég hef fengið nokkrar sendingar tölvupósta frá kennurum utan að landi og hér á Akureyri sem þakka mér fyrir þessa baráttu fyrir kennarann,“ segir Snorri. Hann situr ekki auðum höndum þó ekki sé Snorri að uppfræða æskulýð. „Nú er ég bara að lesa í biblíunni, var að lesa mér til gagns bæði Sakaría og Jóel spámann. er að bera það saman við fréttirnar sem ég heyri frá Palestínu og viðbrögð Sameinuðu þjóðanna við þeim.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira