Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2025 19:00 Geir lést í bruna á Stuðlum þar sem hann var í neyðarvistun og var jarðsunginn á deginum sem hann hefði orðið átján ára gamall. Vísir/Sigurjón Fjölskyldur sem hafa misst syni og lýsa áralangri baráttu við kerfið skoða lagalega stöðu sína og telja að gróflega hafi verið brotið á réttindum barnanna. Faðir drengs sem lést í bruna á Stuðlum segir málaferli virðast þurfa til að eitthvað breytist. Lögregla rannsakar enn brunann og tveir eru með réttarstöðu sakbornings. Geir Örn Jacobsen lést sautján ára gamall í bruna á Stuðlum þar sem hann var í neyðarvistun. Hann var jarðsunginn í nóvember í fyrra, á degi sem hefði verið átján ára afmælisdagur hans. Bruninn er enn til rannsóknar hjá lögreglu og hefur umboðsmaður barna gert athugasemdir við hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið, þar sem öryggi barna er undir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru nú tveir starfsmenn Stuðla með réttarstöðu sakbornings í málinu og ekkert hefur verið gefið upp um eldsupptök. Faðir Geirs segir óskiljanlegt að atvikið hafi getað átt sér stað og mun gera bótakröfu sem hann segir þó erfitt að ákvarða. „Þetta snýst ekki um peninga. Ég vil bara að kerfið lagist. Það virðist, til að fá breytingar í þessu þjóðfélagi, þurfi dómsmál,“ segir Jón K. Jacobsen. Í aðdraganda andlátsins telur hann kerfið einnig ítrekað hafa brugðist sér og syni sínum. Hann nefnir sem dæmi að þeir hafi leitað í svokallað MST-úrræði Barna- og fjölskyldustofu fyrir börn sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, og fleiri fjölskyldur sem hafa misst börnin sín íhuga málaferli og telja að gróflega hafi verið á réttindum þeirra.Vísir/Sigurjón „Það var margra mánaða biðlisti þangað. Neyslan var þá bara orðin of mikil og vildum frekar fara í meðferð en við gátum ekki verið á báðum biðlistum í einu. Svo þegar við hættum þá með MST var það notað gegn okkur. Þetta er bara ofbeldi.“ Hann lýsir fleiri dæmum þar sem hann og aðrir foreldrar lendi á veggjum í kerfinu og skoðar nú að láta reyna á það hvort brotið sé gegn réttindum barna sem tryggð eru í lögum og barnasáttmálanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri fjölskyldur í sömu sporum, sem hafa misst börn sín og lýsa algjöru úrræðaleysi í aðdraganda þess, leitað til lögfræðinga og íhuga málaferli. Minningarathöfnin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í gær. Það kom fólk saman til að minnast þeirra sem kerfið hefur ekki gripið, líkt og skipuleggjendur orðuðu það.Vísir/Sigurjón „Þegar Geiri dó var hann sá þriðji, af bara hópnum hans Geira. Það var einn sautján ára, einn fimmtán ára og síðan Geiri, sem var sautján ára. Síðan eru þeir ótrúlega margir núna sem eru farnir. Hver ber ábyrgð?“ spyr Jón. „Við þurfum bara að vakna. Ef það þarf að stefna ríkinu og fara í mál að þá bara ætla ég að gera það. Ég er búinn að tala nóg.“ Börn og uppeldi Málefni Stuðla Meðferðarheimili Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Geir Örn Jacobsen lést sautján ára gamall í bruna á Stuðlum þar sem hann var í neyðarvistun. Hann var jarðsunginn í nóvember í fyrra, á degi sem hefði verið átján ára afmælisdagur hans. Bruninn er enn til rannsóknar hjá lögreglu og hefur umboðsmaður barna gert athugasemdir við hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið, þar sem öryggi barna er undir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru nú tveir starfsmenn Stuðla með réttarstöðu sakbornings í málinu og ekkert hefur verið gefið upp um eldsupptök. Faðir Geirs segir óskiljanlegt að atvikið hafi getað átt sér stað og mun gera bótakröfu sem hann segir þó erfitt að ákvarða. „Þetta snýst ekki um peninga. Ég vil bara að kerfið lagist. Það virðist, til að fá breytingar í þessu þjóðfélagi, þurfi dómsmál,“ segir Jón K. Jacobsen. Í aðdraganda andlátsins telur hann kerfið einnig ítrekað hafa brugðist sér og syni sínum. Hann nefnir sem dæmi að þeir hafi leitað í svokallað MST-úrræði Barna- og fjölskyldustofu fyrir börn sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, og fleiri fjölskyldur sem hafa misst börnin sín íhuga málaferli og telja að gróflega hafi verið á réttindum þeirra.Vísir/Sigurjón „Það var margra mánaða biðlisti þangað. Neyslan var þá bara orðin of mikil og vildum frekar fara í meðferð en við gátum ekki verið á báðum biðlistum í einu. Svo þegar við hættum þá með MST var það notað gegn okkur. Þetta er bara ofbeldi.“ Hann lýsir fleiri dæmum þar sem hann og aðrir foreldrar lendi á veggjum í kerfinu og skoðar nú að láta reyna á það hvort brotið sé gegn réttindum barna sem tryggð eru í lögum og barnasáttmálanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri fjölskyldur í sömu sporum, sem hafa misst börn sín og lýsa algjöru úrræðaleysi í aðdraganda þess, leitað til lögfræðinga og íhuga málaferli. Minningarathöfnin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í gær. Það kom fólk saman til að minnast þeirra sem kerfið hefur ekki gripið, líkt og skipuleggjendur orðuðu það.Vísir/Sigurjón „Þegar Geiri dó var hann sá þriðji, af bara hópnum hans Geira. Það var einn sautján ára, einn fimmtán ára og síðan Geiri, sem var sautján ára. Síðan eru þeir ótrúlega margir núna sem eru farnir. Hver ber ábyrgð?“ spyr Jón. „Við þurfum bara að vakna. Ef það þarf að stefna ríkinu og fara í mál að þá bara ætla ég að gera það. Ég er búinn að tala nóg.“
Börn og uppeldi Málefni Stuðla Meðferðarheimili Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira