Innlent

Bæta lífeyrisforstjóra hremmingar eftir dómsmál

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sigrún Ágústa Bragadóttir, var framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar á erfiðum tímum eftir hrunið.
Sigrún Ágústa Bragadóttir, var framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar á erfiðum tímum eftir hrunið.
Sigrún Ágústa Bragadóttir var ásamt Gunnari I. Birgissyni, þáverandi formanni stjórnar LSK, dæmd fyrir að leyna Fjármálaeftirlitið upplýsingum varðandi lánveitingar úr sjóðnum til Kópavogsbæjar mánuðina eftir hrun. Sigrún átti að greiða 150 þúsund króna sekt auk málskostnaðar.

„Vegna þeirra hremminga sem Sigrún Ágústa Bragadóttir lenti í í kjölfar málaferla og atvinnumissis sem framkvæmdastjóri LSK samþykkir bæjarstjórn að greiða Sigrúnu Ágústu 600.000 króna styrk,“ sagði í tillögu bæjarfulltrúans Ómars Stefánssonar sem samþykkt var með sex atkvæðum gegn einu. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×