Innlent

Starfsmönnum í flugvernd fjölgað

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Flugvallarstarfsmenn segja að farþegum á flugvöllum hafi fjölgað og því eigi þeir að fá hærri laun. Isavia segir að starfsmönnum hafi fjölgað á síðustu árum. fréttablaðið/Valli
Flugvallarstarfsmenn segja að farþegum á flugvöllum hafi fjölgað og því eigi þeir að fá hærri laun. Isavia segir að starfsmönnum hafi fjölgað á síðustu árum. fréttablaðið/Valli
Sigurður Ólafsson hjá Isavia segir að starfsmönnum í flugvernd hafi fjölgað á síðustu árum. Þeim hafi fjölgað meira en farþegum sem fara um flugvelli landsins.

Samkvæmt tölum sem Isavia hefur tekið saman voru 108 stöðugildi í flugvernd 2008. Fjöldi brottfararfarþega á hvern starfsmann hafi verið 8.124. Á þessu ári sé áætlað að stöðugildin verði 198 og fjöldi brottfararfarþega á hvern starfsmann verði 6.726.

Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna, sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni að í kjarasamningagerðinni yrði að taka tillit til farþegafjölgunarinnar sem hefði orðið á hverju ári.



„Þetta kemur náttúrulega beint í andlitið á okkar fólki sem er að sinna þessum sömu farþegum,“ sagði Kristján.



Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og Isavia.

Næsta boðaða vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna verður að morgni 23. apríl og á að standa í fimm klukkustundir frá klukkan fjögur til níu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×