Stjórn Jóhönnu vinsælli en ríkisstjórn Sigmundar Davíðs ári eftir kosningar Brjánn Jónasson skrifar 10. apríl 2014 09:39 Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur lent í talsverðum mótvindi á því ári sem liðið er frá kosningum. Fréttablaðið/GVA Rúmur fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en um helmingur óánægður, samkvæmt könnun Capacent. Ánægjan með ráðherra ríkisstjórnarinnar er minni en með ráðherra í síðustu ríkisstjórn eftir rúmt ár í embætti. Capacent kannar reglulega ánægju fólks með störf ráðherra, síðast birti fyrirtækið niðurstöður slíkrar könnunar á þriðjudag. Sé meðaltal ráðherranna skoðað sést að um 26 prósent eru að meðaltali ánægð með störf ráðherranna, 22 prósent eru hvorki ánægð né óánægð og 51 prósent er óánægt. Ánægjan með ráðherrana er minni en í könnun Capacent sem gerð var í apríl 2010. Þá hafði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setið í um það bil ár, eins og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs nú. Þá sögðust að meðaltali 29 prósent ánægð með ráðherrana, 30 prósent hvorki ánægð né óánægð en 42 prósent sögðust óánægð. „Það er augljóst miðað við samanburðartímann, þetta fyrsta ár ríkisstjórnanna, að núverandi ríkisstjórn er óvinsælli en sú gamla,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann bendir á að utanþingsráðherrarnir tveir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir, hafi verið vinsælustu ráðherrar fyrri stjórnar á þessum tíma, og þeir hafi átt sinn þátt í að hífa upp ánægju með þá stjórn. Grétar segir að stjórn Jóhönnu hafi þegar steytt á fyrsta Icesave-skerinu þegar þarna var komið, og lítið hafi farið fyrir loforðum um norræna velferð og skjaldborg um heimilin. Á móti sé núverandi ríkisstjórn búin að kynna niðurfellingu lána, sem hafi verið stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins. Grétar segir litla ánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vekja athygli. Það megi hugsanlega setja í samhengi við umdeilda þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Rúmur fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en um helmingur óánægður, samkvæmt könnun Capacent. Ánægjan með ráðherra ríkisstjórnarinnar er minni en með ráðherra í síðustu ríkisstjórn eftir rúmt ár í embætti. Capacent kannar reglulega ánægju fólks með störf ráðherra, síðast birti fyrirtækið niðurstöður slíkrar könnunar á þriðjudag. Sé meðaltal ráðherranna skoðað sést að um 26 prósent eru að meðaltali ánægð með störf ráðherranna, 22 prósent eru hvorki ánægð né óánægð og 51 prósent er óánægt. Ánægjan með ráðherrana er minni en í könnun Capacent sem gerð var í apríl 2010. Þá hafði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setið í um það bil ár, eins og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs nú. Þá sögðust að meðaltali 29 prósent ánægð með ráðherrana, 30 prósent hvorki ánægð né óánægð en 42 prósent sögðust óánægð. „Það er augljóst miðað við samanburðartímann, þetta fyrsta ár ríkisstjórnanna, að núverandi ríkisstjórn er óvinsælli en sú gamla,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann bendir á að utanþingsráðherrarnir tveir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir, hafi verið vinsælustu ráðherrar fyrri stjórnar á þessum tíma, og þeir hafi átt sinn þátt í að hífa upp ánægju með þá stjórn. Grétar segir að stjórn Jóhönnu hafi þegar steytt á fyrsta Icesave-skerinu þegar þarna var komið, og lítið hafi farið fyrir loforðum um norræna velferð og skjaldborg um heimilin. Á móti sé núverandi ríkisstjórn búin að kynna niðurfellingu lána, sem hafi verið stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins. Grétar segir litla ánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vekja athygli. Það megi hugsanlega setja í samhengi við umdeilda þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira