Rússar fá ekki að kjósa í Evrópuráðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Í sal þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Ísland var eitt stofnríkja Evrópuráðsins árið 1949. Ráðið er opið öllum evrópskum réttarríkjum sem virða grundvallarmannréttindi. Nordicphotos/AFP Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira