Rússar fá ekki að kjósa í Evrópuráðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Í sal þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Ísland var eitt stofnríkja Evrópuráðsins árið 1949. Ráðið er opið öllum evrópskum réttarríkjum sem virða grundvallarmannréttindi. Nordicphotos/AFP Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Þing Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að svipta Rússa atkvæðisrétti í ráðinu til áramóta. Ákvörðunin er í mótmælaskyni við yfirtöku Rússa á Krímskaga. Að sögn Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Íslandsdeildar Evrópuþingsins, var tekist á um það á fundinum hvort vísa ætti Rússum úr ráðinu, líkt og Bretar vildu gera. Í mótmælaskyni hunsuðu Rússar fundinn í gær og lét Alexei Pússkof hafa eftir sér að um hefði verið að ræða „andstyggilegan farsa“.Brynjar NíelssonKarl greiddi atkvæði með sviptingu atkvæðisréttarins, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, var á móti og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur í ráðinu, sat hjá. Á fundi þings Evrópuráðsins í fyrradag var líka samþykkt ályktun um þróun mála í Úkraínu, þar sem aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og aðgangsharka við mótmælendur var átalin og stuðningi lýst við nýja bráðabirgðaríkisstjórn og uppbyggingarstarf í landinu. Allir fimmtán þingmenn Rússa greiddu þá atkvæði gegn ályktuninni. Að auki gerðu það Ögmundur Jónasson, tveir þingmenn Armena, tveir Danir, einn Ungverji, Tékki, Hollendingur, Moldóvi og einn þingmaður Grikkja. Karl Garðarsson greiddi atkvæði með ályktuninni, en Brynjar Níelsson var ekki viðstaddur kosninguna.Karl GarðarssonKarl segir að í Evrópuráðinu kjósi hver fulltrúi eftir eigin samvisku og vissi hann ekki hvernig íslenska sendinefndin hefði kosið í málunum. Þingmönnum er raðað í stafrófsröð í salinn og skipt í hópa eftir stjórnmálaskoðunum. Ögmundur segir alls ekki hægt að álykta sem svo að hann hafi í þessum málum lagst á sveif með Rússum. „Ég hallast með Evrópuráðinu,“ segir hann. „Þetta er spurning um það hvort þú viljir að Evrópuráðið verði vettvangur allra ríkja í Evrópu, hvað sem þau taka sér fyrir hendur, þar sem þau ræða málin og setja fram gagnrýni hvert á annað, eða hvort þrengja eigi þennan hóp.“Ögmundur JónassonÖgmundur bendir á að mörg dæmi séu um að ríki Evrópu hafi vikið af vegi dygðarinnar án þess að vera vikið úr Evrópuráðinu. „Sannast sagna kvað við ansi sterkan kaldastríðstón í þessum umræðum,“ bætir Ögmundur við og kveður málið ekki jafn svart og hvítt og margir vilji vera láta. „Hópurinn sem ég tilheyri hjá Evrópuráðinu, vinstri flokkunum, fordæmdi Rússa mjög harðlega fyrir aðkomu þeirra að Úkraínu, en vildi ekki svipta þá rétti til að sitja fundi ráðsins með fullan atkvæðisrétt.“ Hvað varðar ályktun þings Evrópuráðsins um þróun mála í Úkraínu segist Ögmundur hafa talið hana óyfirvegaða og ekki byggða á staðreyndum, heldur skoðunum. „Ég tel að Evrópuráðið þurfi að vanda sig mjög þegar það sendir eitthvað svona frá sér.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira