Innlent

Malbikun hafin á höfuðborgarsvæðinu

Snærós Sindradóttir skrifar
Heiðgulir risarnir eru mættir á göturnar og munu ekki hvílast fyrr en seint í haust.
Heiðgulir risarnir eru mættir á göturnar og munu ekki hvílast fyrr en seint í haust. VÍSIR/Pjetur
Það er heilmikill vorboði þegar valtararnir sjá loks sólina og komast í snertingu við heitt malbik.

Þessir valtarar voru mættir á göngustíginn við Skálahlíð í Mosfellsbæ ásamt starfsmönnum sínum og kepptust við að greiða leið Mosfellinga.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við enn frekari framkvæmdum á næstu mánuðum og ekki ólíklegt að stúdentar flykkist í vegavinnuna þegar skóla lýkur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×