Fleiri fréttir

Einkaspæjari fann Grýlu í New York í Bandaríkjunum

Myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð fann skúlptúrinn Grýlu í vor eftir að hafa leitað að því í fimm ár. Nú segir hann að listaverkasafnarinn Gunnar Dungal, oftast kenndur við Pennann, vilji ekki standa við gerða samninga um kaup á listaverkinu sem gerðir voru árið 2007.

Ofnæmislyfi breytt í dóp

Embætti landlæknis hefur fengið vísbendingar um að hér sé ofnæmislyf notað til framleiðslu á metamfetamíni. Lyfið heitir Clarinase og er aðallega gefið við frjókornaofnæmi.

Einn á slysadeild eftir harðan árekstur

Einn var fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbrautinni, við Vellina í Hafnarfirði, á ellefta tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu skullu tveir bílar saman sem voru að koma úr gagnstæðri átt. Reykjanesbrautin er lokuð vegna slyssina og er vegfarendum bent á að fara í gegnum Vellina og Krýsuvíkurveg.

Tveir piltar grunaðir um kynferðisbrot á Stuðlum

Kynferðisbrot gegn fimmtán ára unglingspilti hefur verið kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisofbeldið á að hafa átt sér stað á neyðarvistun meðferðarheimilisins Stuðla síðustu helgi og eru tveir piltar grunaðir um að hafa brotið á þeim þriðja.

Tilkynnir ákvörðun um framboð á hrekkjavökudag

Jón Gnarr borgarstjóri segist alvarlega vera íhuga að gefa aftur kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum. Hann ætlar að tilkynna ákvörðun sína á hrekkjavökudag, 31. október næstkomandi.

Borgarstjóri um framtíð flugvallarins: „Ég útiloka ekkert“

Jón Gnarr borgarstjóri útilokar ekki að borgin muni endurskoðan áætlanir varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega 53 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda og Alþingis um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.

Þrítug kona sagðist vera tvítug

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina för erlendrar konu í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við vegabréfaskoðun vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu varðandi skilríki hennar og reyndist sá grunur á rökum reistur, því hún ferðaðist á stolnu vegabréfi.

Ósáttir útskriftarnemar: Klósettin láku og maturinn var ógeðslegur

"Flest klósettin láku eða voru stífluð," segir móðir drengs sem fór í útskriftarferð með MR til Krítar á vegum Heimsferða. "Maturinn var líka ógeðslegur.“ Framkvæmdastjóri Heimsferða segist ekki vita betur en að ferðin hafi gengið vel. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri óánægju með matinn.“

Fjórar milljónir í stöðumælasektir

Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir rúmlega þúsund bíleigendur hafi verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega á Menningarnótt sem ætti að skila 4 milljónum í kassann – greiði allir á réttum tíma.

Eru kynlífsvélmenni komin til að vera?

Eitt nýjasta kynlífshjálpartækið á markaðnum er Roxxxy, kvenkyns vélmenni sem byggir á gervigreindartækni. "Bilið á milli þess mekaníska og mennska minnkar alltaf og minnkar,“ segir maðurinn að baki Roxxxy.

Telur hægt að selja farþegum skemmtiferðaskipa meira

Forsvarsmaður félagsins Icecard vill leyfi fyrir skála til að selja farþegum skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn "íslenskt handverk og fleira“. Icecard er hins vegar fallið frá hugmynd um tollfrjálst svæði. Stjórn Faxaflóahafna tekur málið fyrir.

Einbýlishús við Grundarfjörð skemmdist í eldsvoða

Eldur kom upp í einbýlishúsi á bæ fyrir utan Grundarfjörð í nótt. Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri segir að útkallið hafi komið laust eftir miðnætti. Húsið er mjög mikið skemmt en greiðlega gekk þó að ráða niðurlögum eldsins. Valgeir segir ekkert víst um eldsupptök en að rannsókn sé nú hafin. Slökvkiliðsmenn voru að störfum á staðnum til klukkan fimm í nótt.

Hvatt til aðgerða gegn HB Granda

Aðgerðarsinnar á Bretlandi hvetja til viðskiptaþvingana -- að fólk hætti að versla við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Kristján Loftsson.

Útleiga heldur gæsluþyrlum á lofti

Útköllum hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar fjölgar ört með auknum straumi ferðamanna. Leiga á flugvél og skipum Gæslunnar stendur undir starfsemi þyrlusveitar. Flaggskipið Þór er oftar en ekki bundið við bryggju.

Undirbúa alþjóðlegt uppboð á æðardúni á Íslandi

Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan.

Sigmundur Davíð gestur á Þjóðrækniþingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra var á meðal gesta á fjölmennu þjóðrækniþingi. Hann segir mikilvægt að íslendingar læri að meta menningu okkar og sögu almennilega.

Alltaf að slasa sig en stefnir á atvinnumennsku

Hjólabretta- og BMX keppnin Smárafest var haldin í bílastæðahúsi við Smáralind í dag. 15 ára sigurvegari á mótinu beinbrýtur sig reglulega í sportinu en stefnir á atvinnumennsku.

Leikur sem hjálpar börnum að læra íslensku stafina

Stafirnir okkar er leikur fyrir spjaldtölvur og snjallsíma fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára sem eru að læra að þekkja íslensku bókstafina. Leikurinn er nýkominn á markað en nýtur mikilla vinsælda.

Trylltur dans og mótorhjólatöffarar

Fólk hefur ekki látið léttan rigningarsudda aftra sér frá því að njóta dagskrár Menningarnætur og var búist við að um hundrað þúsund manns kæmu í miðborgina í dag. Dagskráin er einstaklega fjölbreytt og hátt í 400 viðburðir í boði. Hrund Þórsdóttir kíkti á nokkra þeirra í dag.

Vigdís Finnbogdóttir gróðursetti Ask Yggdrasils

Gróðurmenning var í hávegum höfð í Garðabænum í dag. Þar gróðursetti frú Vigdís Finnbogadóttir tuttugu milljónasta tréð í lundi Smalaholts við Vífilstaði. Uppgræðsla hefur farið þar fram í um rúmlega tveggja áratuga langt skeið.

Sjá næstu 50 fréttir