Innlent

Dögun og Flokkur heimilanna íhuga að bjóða aftur fram

Valur Grettisson skrifar
Flokkur heimilanna.
Flokkur heimilanna.
Tvö framboð sem buðu fram til þingkosninga síðasta vor íhuga alvarlega að bjóða sig fram á ný fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

Það eru Flokkur heimilanna og Dögun. Framboðin fengu bæði um og yfir 3 prósent í síðustu alþingiskosningum og eiga þar af leiðandi rétt á fjárstyrk úr ríkissjóði.

„Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun enn þá en það verður gert nú í haust,“ segir Pétur Gunnlaugsson, formaður Flokks heimilanna. Hann telur líklegt að flokkurinn fari fram í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Pétur segir að þá yrði lögð þung áhersla á að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni.

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður og liðsmaður Dögunar, segir að það eigi eftir að ákveða hvort Dögun fari fram. Þar sé mikill áhugi. Lýður Árnason, sem var oddviti Lýðræðisvaktarinnar í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, segir samtökin ekki stefna á framboð.

„Svarið er bara nei,“ svarar Lýður aðspurður um mögulegt framboð. Ekki náðist í Pírata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×