Innlent

Einbýlishús við Grundarfjörð skemmdist í eldsvoða

Mynd/Vilhelm
Eldur kom upp í einbýlishúsi á bæ fyrir utan Grundarfjörð í nótt. Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri segir að útkallið hafi komið laust eftir miðnætti. Ábúendur voru ekki heima og tóku nágrannar eftir eldinum. Húsið er mjög mikið skemmt en greiðlega gekk þó að ráða niðurlögum eldsins. Valgeir segir ekkert víst um eldsupptök en að rannsókn sé nú hafin. Slökvkiliðsmenn voru að störfum á staðnum til klukkan fimm í nótt.

Uppfært:

Ábúendur voru heima en úti við og hringdu sjálf eftir aðstoð í gegnum 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×