Brotið á dreng þar sem hann átti að vera öruggur Valur Grettisson skrifar 27. ágúst 2013 07:00 Meðferðarheimilið Stuðlar Tveir piltar eru grunaðir um að hafa beitt þann þriðja kynferðislegu ofbeldi. Kynferðisbrot gagnvart fimmtán ára unglingspilti hefur verið kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meint kynferðisbrot á að hafa átt sér stað á neyðarvistun meðferðarheimilisins Stuðla síðustu helgi og eru tveir piltar grunaðir um verknaðinn. Barnaverndarstofa hefur óskað eftir óháðri rannsókn velferðarráðuneytisins á málinu. Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, segir starfsmenn heimilisins ekki sérstaklega grunaða um að hafa brugðist starfsskyldum sínum en að það verði kannað eins og málið í heild sinni. Brotið sem um ræðir á að hafa átt sér stað síðasta laugardag. Allir piltarnir voru í neyðarvistun Stuðla en það er neyðarúrræði þar sem unglingar eru vistaðir í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, vímuefnaneyslu eða alvarlegra hegðunarerfiðleika. Það eru barnaverndarnefndir og lögregla í samráði við barnaverndarnefnd sem geta vistað ungling á lokaðri deild. „Þetta var samstundis tilkynnt til lögreglu,“ sagði Bragi og bætir við að foreldrum og viðkomandi barnaverndarnefndum hafi einnig verið tilkynnt um málið. Daginn eftir meint brot hafði Bragi svo samband við félagsmálaráðuneytið og óskaði eftir óháðri úttekt á atburðarásinni og varð ráðuneytið við þeirri beiðni. Enn á þó eftir að ákveða hver fer með þá rannsókn. „Það verða því tvær sjálfstæðar rannsóknir á málinu, enda tökum við þetta mjög alvarlega,“ sagði Bragi. Aðspurður um eftirlit í neyðarvistun á Stuðlum svarar Bragi því til að það sé einmitt eitt af því sem verður kannað. „Þarna á vera mikið eftirlit, enda eiga ungmennin að vera örugg í þessu umhverfi.“ Bragi ítrekar einnig að menn eigi að varast að draga ályktanir í þessu máli. „Það er mjög ótímabært að draga ályktanir af fyrstu fregnum,“ undirstrikar Bragi og bætir við málið sé viðkvæmt. Hinn meinti þolandi er ekki lengur vistaður á stofnuninni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er kynferðisbrotið gagnvart piltinum í rannsókn og ekki var hægt að gefa upp nánari upplýsingar um málið. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Kynferðisbrot gagnvart fimmtán ára unglingspilti hefur verið kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meint kynferðisbrot á að hafa átt sér stað á neyðarvistun meðferðarheimilisins Stuðla síðustu helgi og eru tveir piltar grunaðir um verknaðinn. Barnaverndarstofa hefur óskað eftir óháðri rannsókn velferðarráðuneytisins á málinu. Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, segir starfsmenn heimilisins ekki sérstaklega grunaða um að hafa brugðist starfsskyldum sínum en að það verði kannað eins og málið í heild sinni. Brotið sem um ræðir á að hafa átt sér stað síðasta laugardag. Allir piltarnir voru í neyðarvistun Stuðla en það er neyðarúrræði þar sem unglingar eru vistaðir í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, vímuefnaneyslu eða alvarlegra hegðunarerfiðleika. Það eru barnaverndarnefndir og lögregla í samráði við barnaverndarnefnd sem geta vistað ungling á lokaðri deild. „Þetta var samstundis tilkynnt til lögreglu,“ sagði Bragi og bætir við að foreldrum og viðkomandi barnaverndarnefndum hafi einnig verið tilkynnt um málið. Daginn eftir meint brot hafði Bragi svo samband við félagsmálaráðuneytið og óskaði eftir óháðri úttekt á atburðarásinni og varð ráðuneytið við þeirri beiðni. Enn á þó eftir að ákveða hver fer með þá rannsókn. „Það verða því tvær sjálfstæðar rannsóknir á málinu, enda tökum við þetta mjög alvarlega,“ sagði Bragi. Aðspurður um eftirlit í neyðarvistun á Stuðlum svarar Bragi því til að það sé einmitt eitt af því sem verður kannað. „Þarna á vera mikið eftirlit, enda eiga ungmennin að vera örugg í þessu umhverfi.“ Bragi ítrekar einnig að menn eigi að varast að draga ályktanir í þessu máli. „Það er mjög ótímabært að draga ályktanir af fyrstu fregnum,“ undirstrikar Bragi og bætir við málið sé viðkvæmt. Hinn meinti þolandi er ekki lengur vistaður á stofnuninni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er kynferðisbrotið gagnvart piltinum í rannsókn og ekki var hægt að gefa upp nánari upplýsingar um málið.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði