Innlent

Tilkynnir ákvörðun um framboð á hrekkjavökudag

Jón Gnarr segist alvarlega vera íhuga að gefa aftur kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum. Hann ætlar að tilkynna ákvörðun sína á hrekkjavökudag, 31. október næstkomandi.

„Ég er alvarlega að íhuga málið," sagði Jón í samtali við fréttastofu í dag.

Sú umræða hefur verið í gangi að vinstri flokkarnir í Reykjavík myndi kosningabandalag fyrir næstu kosningar.

Besti flokkurinn hefur ekki viljað skilgreina sig samkvæmt hinum hefðbundna vinstri/hægri ás.

Jón segist tilbúinn að vinna með öllum.

„Við viljum fyrst og fremst starfa fyrir borgarbúa, starfa að framgangi, heilbrigði og framtíð þessarar borgar. Við erum opin fyrir öllu mögulegu," segir Jón.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×