Innlent

Spáir norðanstormi á föstudag

Haraldur Guðmundsson skrifar
Veðurspáin fyrir föstudag og laugardag er keimlík því veðri sem var í september í fyrra þegar hundruð kinda drápust þegar þær fennti í kaf.
Veðurspáin fyrir föstudag og laugardag er keimlík því veðri sem var í september í fyrra þegar hundruð kinda drápust þegar þær fennti í kaf.
Veðurstofan spáir illviðri á Norðurlandi á föstudag og laugardag.

Spáin gerir ráð fyrir að það gangi í norðan og norðvestan fimmtán til tuttugu og fimm metra á sekúndu með mikilli rigningu á norðanverðu landinu á föstudag og slyddu eða snjókomu síðdegis. Á laugardagskvöld á svo að frysta í innsveitum. 

Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir veðurspánna keimlíka því veðri sem var í september fyrra þegar hundruð kinda drápust þegar þær fennti í kaf.

„Við erum að spá mjög slæmu veðri um helgina, norðanstormi með mikilli úrkomu fyrir norðan og jafnvel slyddu eða snjókomu til fjalla. Það gengur norðvestanstrengur yfir landið seinnipart föstudags sem mun að öllum líkindum ekki ganga yfir fyrr en líður á laugardaginn. Þetta getur verið mjög slæmt fyrir bændur og sauðfé og þess vegna erum við á tánum með þetta og birtum spánna snemma. En það eru enn fjórir dagar í þetta og spáin gæti því auðveldlega breyst eftir því sem líður á vikuna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×