Innlent

Vilja að ráðherra tryggi áframhaldandi veiðar smábáta á makríl

Haraldur Guðmundsson skrifar
Viðmiðunarafli til færaveiða er 3.200 tonn en enn á eftir að veiða um 700 tonn.
Viðmiðunarafli til færaveiða er 3.200 tonn en enn á eftir að veiða um 700 tonn.
Landssamband smábátaeigenda vill að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, komi í veg fyrir að færaveiðar smábáta á makríl stöðvist nú í vikunni og að hann tryggi áframhaldandi veiðar þeirra báta sem þær stunda. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Sigurði í síðustu viku.    

„Viðmiðunarafli til færaveiða er 3.200 tonn en enn á eftir að veiða um 700 tonn. Miðað við gang veiðanna má gera ráð fyrir að það klárist í þessari viku. Útgefnar veiðiheimildir í makríl eru um 129 þúsund tonn en einungis er búið að veiða alls 96 þúsund tonn. Mikilvægt hlýtur að teljast fyrir íslenska hagsmuni að veiðiheimildirnar nýtist að fullu eins og undanfarin ár,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambandsins.  

„Vinnsluaðilar hafa með markaðsstarfi og framleiðslu á gæðaafurð tekist að ná til aðila sem vilja einungis færaveiddan makríl. Þessir markaðir hafa á yfirstandandi vertíð veitt vörunni mikla athygli og er eftirspurn nú meiri en hægt er að anna. Það er því gríðarlega mikilvægt að ekki komi til stöðvun veiðanna“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×