Innlent

Nemendum úthlutað stæði undir rafmagnsvespur

Haraldur Guðmundsson skrifar
Nemendur Áslandsskóla hafa fengið úthlutað hluta af bílastæði skólans undir rafmagnsvespur.
Nemendur Áslandsskóla hafa fengið úthlutað hluta af bílastæði skólans undir rafmagnsvespur.
Margir vegfarendur um Áslandið í Hafnarfirði hafa vafalaust rekið augun í hóp rafmagnsvespa sem taka undir sig stóran hluta af bílastæði skólans á skólatíma.

Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, segir nemendur hafa fullt samþykki fyrir því að leggja á bílastæði skólans og að viss hluti bílastæðisins sé nú ætlaður undir rafmagnsvespur.

„Þegar nemendur fóru að koma á þessum rafmagnsvespum í skólann þá þurftum við að finna út hvar ætti að leggja þeim. Þegar þeim var lagt á meðal annara bifreiða á bílastæðinu var alltaf hætta á að vespurnar myndu detta utan í þær og skemma. Þá kom upp sú hugmynd að nemendur fengju sitt eigið svæði á bílastæðinu þar sem þeir gætu lagt vespunum. Við tókum því af skarið og skipulögðum þetta verkefni. Það hefur gengið vel að fá nemendur til að leggja á þessu tiltekna svæði enda erum við hér í Áslandsskóla einstaklega heppin með nemendur,“ segir Leifur Garðarsson, skólastjóri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×