Innlent

Þrítug kona sagðist vera tvítug

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur Mynd/365
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina för erlendrar  konu í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við vegabréfaskoðun vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu varðandi skilríki hennar og reyndist sá grunur á rökum reistur, því hún ferðaðist á stolnu vegabréfi.

Konan, sem var á leið til Toronto í Kanada, viðurkenndi sök og við frekari yfirheyrslur kom fram að hún var rúmlega þrítug, en ekki tæplega tvítug eins og eigandi vegabréfsins, sem gefið var út í Þýskalandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×