Innlent

Íslenskir blaðamenn fordæma viðbrögð Breta

Á efri hluta myndarinnar eru Hjálmar Jónsson frá BÍ, Kristinn Hrafnsson frá FF og Hallgrímur Indriðason frá ICIJ. 
Á neðri hluta myndarinnar eru Edward Snowden og blaðamaðurinn Glenn Greenwald ásamt kærasta sínum David Miranda.
Á efri hluta myndarinnar eru Hjálmar Jónsson frá BÍ, Kristinn Hrafnsson frá FF og Hallgrímur Indriðason frá ICIJ. Á neðri hluta myndarinnar eru Edward Snowden og blaðamaðurinn Glenn Greenwald ásamt kærasta sínum David Miranda. mynd/365




Blaðamannafélag Íslands, Félag fréttamanna og Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi sendu frá sér ályktun í dag. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af viðbrögðum breskra stjórnvalda við uppljóstrunum Edwards Snowdens. Félögin telja að þau geti falið í sér aðför að frelsi fjölmiðla og skyldum þeirra til að upplýsa almenning.

Um miðjan ágúst var David Miranda, kærasti blaðamannsins Glenn Greenwood á The Guardian handtekinn á Heathrow-flugvelli. Þar var hann yfirheyrðu í níu klukkustundir áður en hann fékk að halda áfram för sinni til Brasilíu.

En áður en hann fékk að yfirgefa flugvöllinn gerðu tollverðir síma hans, fartölvu og minniskort upptæk.

Í ályktun félaganna segir: „Misbeiting hryðjuverkalaga gegn David Miranda, maka blaðamanns The Guardian er óafsakanleg árás á blaðamennsku. Fregnir af því að Alan Rusbridger, ritstjóri Guardian, hafi séð sig knúinn til að eyða gögnum vegna hótanna stjórnvalda og leyniþjónustumanna eru sönnun um grófa og óeðlilega valdbeitingu.“

Félögin fordæma þetta og krefjast þess að bresk stjórnvöld virði fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi í þessu máli sem öðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×