Innlent

Eru kynlífsvélmenni komin til að vera?

Frumkvöðulinn Hines stoltur af Roxxxy.
Frumkvöðulinn Hines stoltur af Roxxxy.
Eitt nýjasta kynlífshjálpartækið á markaðnum er Roxxxy, kvenkyns vélmenni sem byggir á gervigreindartækni. Roxxxy kemur í fullri stærð og er gagnvirkt vélmenni en það er bandaríska fyrirtækið TrueCompanion sem stendur að baki því.

Fjallað er um Roxxxy á fréttavef BBC og þar er sagt að skiptar skoðanir séu á vélmenninu. Einhverjir hafa bent á að hún geti reynst þeim sem eru einmanna eða eiga erfitt haldast í sambandi vel.

Forsvarsmenn TrueCompanion segjast hafa eytt hátt í einni milljón dollara í þróun þess. 

„Við höfum blandað saman gervigreind og mannlegum eiginleikum,“ segir Douglas Hines, hjá TrueCompanion, sem átti hugmyndina að vélmenninu. 

Roxxxy var fyrst kynnt til sögunnar á kaupráðstefnu í Las Vegas í byrjun árs 2010. Hún er 170 sentimetrar á hæð og um 54 kíló. Hún er forrituð til að skynja hvað eigandanum finnst gott og hvað ekki. Samkvæmt framleiðandum takmarkast Roxxxy ekki bara við kynlífsnotkun heldur getur hún haldið uppi samræðum og tjáð ást sína.

Hægt er að panta Roxxxy í nokkrum útgáfum þar sem eigandinn getur meðal annars ráðið hárlit, augnlit, húðlit o.s.frv. Hún kostar á bilinu 7 - 9 þúsund dollara.

Í viðtali við BBC lofar Hines Roxxxy. Hann hefur sagt að reksturinn gangi vel og að um 4 þúsund eintök hafi verið pöntuð strax í kjölfar kynningarinnar 2010. Þó eru margir sem draga þennan áhuga í efa. Á heimasíðu BBC er bent á að sama hversu vel vélmenni eru forrituð þá komi þau ekki í stað alvöru manneskju.

"Við færumst samt alltaf nær því. Bilið á milli þess mekaníska og mennska minnkar alltaf og minnkar svo þetta eru afar spennandi tímar," segir Hines.



Þess má geta að bróðir Roxxxyar, Rocky, er samkvæmt TrueCompanion einnig kominn á markað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×