Aðgerðarpakki um einföldun regluverks kynntur á næstunni Jóhannes Stefánsson skrifar 24. ágúst 2013 19:09 Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað. „Hvaða aðgerðir verða kynntar á þessum fundi?“ „Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ segir Sigmundur. Þá segir hann: „Á þessum fundi fáum við erlenda gesti til að fara yfir reynslu Breta í því að einfalda regluverk þar í landi og í framhaldi af fundinum verða svo tveggja daga vinnufundir með þessum erlendu gestum þar sem þeir fara yfir það sem verið hefur unnið hér heima, meta kosti þess og galla. Svo vonandi í framhaldi af því verður tilbúinn aðgerðarpakki“. „Hver hefur ávinning af því að reglur séu einfaldar?“ „Samfélagið allt hefur ávinning af því,“ segir Sigmundur. „Þetta varðar þó sérstasklega litlu og meðalstóru fyrirtækin. Einyrkja sem er að reyna að stofna nýtt fyritæki, fyrirtæki sem er að þróa nýja vöru eða þjónustu sem er að koma sér af stað en lenda allt of oft í því að regluverkið og kerfið er svo þungt í vöfum að menn bara stranda á því. Við viljum koma í veg fyrir það,“ bætir hann við. Aðspurður hvort einföldun regluverks geti ekki haft í för með sér minna öryggi fyrir þá sem eiga viðskipti við Íslenskt atvinnulíf svarar forsærisráðherra neitandi. Hann segir að við vinnuna verði meðal annars horft til Bretlands auk þess sem erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Einföldun regluverksins verður því að minnsta kosti að einhverju leyti að erlendri forskrift. „Þannig að íslenskt regluverk fer ekki í íslenska kúrinn?" „Jú það má kannski segja það, það má nota það orð þess vegna,“ segir hann. „Minnir mig á það að ég þarf að fara að huga að því sjálfur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað. „Hvaða aðgerðir verða kynntar á þessum fundi?“ „Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ segir Sigmundur. Þá segir hann: „Á þessum fundi fáum við erlenda gesti til að fara yfir reynslu Breta í því að einfalda regluverk þar í landi og í framhaldi af fundinum verða svo tveggja daga vinnufundir með þessum erlendu gestum þar sem þeir fara yfir það sem verið hefur unnið hér heima, meta kosti þess og galla. Svo vonandi í framhaldi af því verður tilbúinn aðgerðarpakki“. „Hver hefur ávinning af því að reglur séu einfaldar?“ „Samfélagið allt hefur ávinning af því,“ segir Sigmundur. „Þetta varðar þó sérstasklega litlu og meðalstóru fyrirtækin. Einyrkja sem er að reyna að stofna nýtt fyritæki, fyrirtæki sem er að þróa nýja vöru eða þjónustu sem er að koma sér af stað en lenda allt of oft í því að regluverkið og kerfið er svo þungt í vöfum að menn bara stranda á því. Við viljum koma í veg fyrir það,“ bætir hann við. Aðspurður hvort einföldun regluverks geti ekki haft í för með sér minna öryggi fyrir þá sem eiga viðskipti við Íslenskt atvinnulíf svarar forsærisráðherra neitandi. Hann segir að við vinnuna verði meðal annars horft til Bretlands auk þess sem erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Einföldun regluverksins verður því að minnsta kosti að einhverju leyti að erlendri forskrift. „Þannig að íslenskt regluverk fer ekki í íslenska kúrinn?" „Jú það má kannski segja það, það má nota það orð þess vegna,“ segir hann. „Minnir mig á það að ég þarf að fara að huga að því sjálfur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira