Segir ríkissjóð ekki hafa efni á því að hætta innheimtu auðlegðarskatts Jóhannes Stefánsson skrifar 25. ágúst 2013 14:06 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira