Segir ríkissjóð ekki hafa efni á því að hætta innheimtu auðlegðarskatts Jóhannes Stefánsson skrifar 25. ágúst 2013 14:06 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja bráðabirgðaákvæði um álagningu auðlegðarskatts. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist undrandi á ákvörðun Bjarna og telur eðlilegt að ríkustu fjölskyldur landsins standi undir greiðslu skattsins. „Nú stendur ekki til að framlengja auðlegðarskattinn. Hvernig blasir það við þér?" „Ég er auðvitað mjög hissa á því að þeir skuli telja sig hafa efni á því miðað við stöðu ríkissjóðs að sleppa út 8 milljörðum plús í tekjur frá ríkustu fjölskyldum í landinu," segir Steingrímur. Steingrímur telur augljóst að eitthvað annað þurfi að koma í staðinn. „Þetta er ósköp einfalt, ef ríkið verður af átta eða níu milljörðum í tekjum þarf að leggja á aðra skatta sem þessu nemur, skera niður í viðbót sem þessu nemur eða þetta eykur hallann á ríkissjóði. Maður hefur auðvitað af því áhyggjur hvert þeir eru að stefna með þetta," segir hann. Steingrímur gefur lítið fyrir áhyggjur fjármálaráðherra um að ef til vill standist innheimta skattsins ekki stjórnarskrá. "Bjarni hefur meðal annars lýst því yfir að hann telji þessa skattheimtu vera ósanngjarna og jafnvel að hún standist ekki stjórnarskrá. Hvað gefuru fyrir það?" „Ég er nú hissa á því að fjármálaráðherra tali þannig þegar hann á væntanlega að verja ríkið í málaferlum um slíkt. Ég gef ekki mikið fyrir það." Steingrímur viðurkennir þó að auðlegðarskatturinn geti í vissum tilfellum verið óþarflega íþyngjandi. „Þar með er ekki sagt að það komi ekki til greina að gera einhverjar breytingar á þessum skatti og fínstilla hann eitthvað. En einhverskonar auðlegðarskattur er vel þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum ríkjum og það kæmi mér ákaflega óvart ef ekki mætti með lögum frá Alþingi leggja slíkan skatt á hér á Íslandi eins og gert er víða annars staðar. Það þarf ekki að líta lengra en til Noregs, þar sem þeir eru að takast á um sinn "formueskat" og er mjög hliðstæður auðlegðarskattinum á Íslandi. Ekki hef ég heyrt um það í norskum stjórnmálum að það sé talað um að nokkur vafi leiki á lögmæti hans," segir Steingrímur J Sigfússon.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira