Innlent

Kennarar skora á menntamálaráðherra að hafa samráð

Heimir Már Pétursson skrifar
Kennarasamband Íslands varar við að breytingar á lengd náms, þá sérstaklega í framhaldsskólum, verði notaðar til að spara og rýra gæði náms.

Í tilkynningu frá Kenarasambandinu segir að möguleikinn á sveigjanlegum námstíma sé til staðar í lögum um grunnskóla og framhaldsskóla frá árinu 2008 og ekkert sé um lengd náms í lögum um framhaldsskóla.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um menntamál sé sérstök áhersla lögð á samráð við hagsmunaaðila. Mennta- og menningarmálaráðherra hafi tjáð sig opinskátt um að hann ætli að stytta nám í framhaldsskólunum í þrjú ár. Hann hafi hins vegar ekki rætt við forystufólk Kennarasambandsins um málið þrátt fyrir óskir þar um. Kennarasambandið skorar á ráðherra að koma á slíkum fundi hið fyrsta, til að ræða um stefnu og áherslur stjórnvalda í skólamálum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×