Innlent

Trylltur dans og mótorhjólatöffarar

Hrund Þórsdóttir skrifar
Það má með sanni segja að gleðin hafi verið við völd í miðborginni í dag og það var dansað um stræti og torg.

Meðal þeirra sem fram komu á Stórtónleikum Bylgjunnar á Ingólfstorgi var Friðrik Dór en smellur hans, Glaðasti hundur í heimi, hefur notið gríðarlegra vinsælda.

Búinn hefur verið til dans við lagið og eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var unga kynslóðin ekki lengi að tileinka sér sporin. Þar má líka sjá magadansara stíga trylltan en fágaðan dans auk þess sem spjallað er við þá sem standa á bak við undarlega byggingu sem reis í Fógetagarðinum í dag.

Loks er heilsað upp á kornungan mótorhjólatöffara sem fékk ásamt fleirum að spreyta sig á Harley Davidson hjóli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×