Innlent

Sigmundur Davíð gestur á Þjóðrækniþingi

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Fjölmennasta þjóðræknisþing frá upphafi var haldið hátíðlegt í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra ávarpaði gesti þingsins þar sem hann sagði meðal annars að ríkisstjórnin myndi leita leiða í að efla og styrkja samstarfið milli íslands og vesturheims.

Þingið er liður í að efla samskipti og samvinnu á milli íslands og vesturíslendinga og efla og styrkja vitund almennings um mikilvægi íslenskrar þjóðmenningar. 

Sigmundur sagði Íslendinga geta lært margt um mikilvægi þjóðrækni af frændum okkar í vestri. 

„Þetta er eitthvað sem fólk sækir styrk í," sagði Sigmundur. Hann sagði jafnframt að íslendingar ættu að gera slíkt hið sama.

„Við íslendingar ættum svo sannarlega að geta gert það líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×