Innlent

Ofnæmislyfi breytt í dóp

Frjókornaofnæmi Lögreglu grunar að lyf við frjókornaofnæmi séu notuð í fíkniefnaframleiðslu. Mynd/Getty
Frjókornaofnæmi Lögreglu grunar að lyf við frjókornaofnæmi séu notuð í fíkniefnaframleiðslu. Mynd/Getty
Embætti landlæknis hefur fengið vísbendingar um að hér sé ofnæmislyf notað til framleiðslu á metamfetamíni. Lyfið heitir Clarinase og er aðallega gefið við frjókornaofnæmi.

Landlæknir segir nokkra hafa fengið miklu ávísað af lyfinu.Ábending frá lögreglu um að lyfið, ásamt fleiri efnum og áhöldum til efnagerðar, hafi fundist í lögreglurannsókn ýti enn frekar undir grun um að lyfið hafi verið notað til að búa til vímugjafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×