Innlent

Tveir piltar grunaðir um kynferðisbrot á Stuðlum

Valur Grettisson skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er kynferðisbrotið gegn piltinum í rannsókn og ekki var hægt að gefa upp nánari upplýsingar um málið.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er kynferðisbrotið gegn piltinum í rannsókn og ekki var hægt að gefa upp nánari upplýsingar um málið. Mynd/pjetur
Kynferðisbrot gegn fimmtán ára unglingspilti hefur verið kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisofbeldið á að hafa átt sér stað á neyðarvistun meðferðarheimilisins Stuðla síðustu helgi og eru tveir piltar grunaðir um að hafa brotið á þeim þriðja. 

Barnaverndarstofa hefur óskað eftir óháðri rannsókn velferðarráðuneytisins á málinu.

Brotið sem um ræðir á að hafa átt sér stað síðasta laugardag. Piltarnir voru í neyðarvistun Stuðla en það er neyðarrúrræði þar sem unglingar eru vistaðir í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota, vímuefnaneyslu eða alvarlegra hegðunarerfiðleika. Það eru barnverndarnefndir og lögregla í samráði við barnaverndarnefnd sem geta vistað ungling á lokaðri deild.

Pilturinn sem var brotið á, er ekki lengur vistaður á sama heimili og meintir gerendur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er kynferðisbrotið gegn piltinum í rannsókn og ekki var hægt að gefa upp nánari upplýsingar um málið.

Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×