Fleiri fréttir Hótel rís á jörð Bjarna frá Vogi Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól, undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona séu flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna séu Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn. 11.5.2013 19:05 Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. 11.5.2013 18:50 Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. 11.5.2013 18:39 Hvetja Ögmund til endurskoða ákvörðun um synjun Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, hvetja Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að endurskoða þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. 11.5.2013 16:51 Ofurölvi með startkapla um sig miðjan Lögreglan á Suðurnesjum hafði snemma í fyrramorgun afskipti af tæplega fertugum karlmanni sem hafði sýnt af sér grunsamlega hegðun í Keflavík. 11.5.2013 16:04 Formaður Heimdallar tekur harðri gagnrýni með stóískri ró "Ég tek þessu nú með stóískri ró,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, en hún var harðlega gagnrýnd víða á samfélagssíðum í gær sem og í ummælakerfum fréttasíðna. 11.5.2013 15:49 Fjölbreyttri menningu fagnað Fjölmenningarskrúðganga var farin frá Hallgrímskirkju að lokinni setningarathöfn klukkan eitt í dag. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og er orðin árlegur viðburður í Reykjavík. 11.5.2013 14:54 Reif bensíntankinn með sér Hún var líklega eitthvað utan við sig konan sem dældi bensín á bílinn á N1 í Hveragerði um klukkan tvö í dag. 11.5.2013 14:49 Formennirnir ræða mikið um skatta- og skuldamál Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks halda áfram í dag og á morgun. Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, segir mikið rætt um skatta- og skuldamál og að formennirnir muni gefa sér þann tíma sem þeir þurfi. 11.5.2013 11:53 Réðst ofurölvi á fólk í miðbænum Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að hann réðst á fólk. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn mjög ölvaður og æstur þegar lögreglan kom á vettvang. 11.5.2013 10:30 Skjálftahrina á Reykjaneshryggnum í rénum Um sjö skjálftar skóku jörðu á Reykjaneshryggnum í nótt og í morgun. Skjálftarnir eru allir litlir, en sá stærsti mældist tvö stig samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofu Íslands. 11.5.2013 10:14 Alltaf dreymt um að vera lögga Aleksandra Wójtowicz fluttist hingað til lands fyrir sautján árum. Hún er frá Póllandi en fjölskylda hennar kom til Íslands í von um betra líf eftir erfiðleika í heimalandinu. Hún hefur frá barnæsku verið ákveðin í því að gerast lögreglukona. 11.5.2013 09:00 Í bótamál við fimm manns vegna Stíms Slitastjórn Glitnis hefur stefnt fimm manns vegna láns sem veitt var til félagsins Stíms í janúar 2008. Fólkið er krafið um 366 milljónir króna í skaðabætur. Í málinu mun í fyrsta sinn reyna á nýlegt ákvæði í gjaldþrotalögunum fyrir dómstólum. 11.5.2013 07:00 Lokað á ólöglegt niðurhal Norðmanna Ný lög í Noregi gera þarlendum stjórnvöldum kleift að loka fyrir sjóræningasíður þar sem höfundarréttarvörðu efni er dreift. Framkvæmdastjóri SMÁÍS kallar eftir því að sambærileg lög verði sett á Íslandi. 11.5.2013 07:00 Rakst á hreindýr á illkleyfum fjallstindi Sigurður Ragnarsson rakst á hreindýr á heilsubótargöngu á tindi Ketillaugarfjalls í Nesjum. Þetta háttalag hreindýra er þó ekki einsdæmi, að sögn líffræðings. 11.5.2013 07:00 Tíu daga róður að baki 11.5.2013 07:00 Flugvallarstígar of áhættusamir Ekkert verður af gerð stíga meðfram Eyvindará og Lagarfljóti þar sem þessi vatnsföll liggja næst Egilsstaðaflugvelli. 11.5.2013 07:00 Malbikað og brúað í Elliðaárdal Áætlað er að gera malbikaðan hjólreiða- og göngustíg þvert fyrir Elliðaárdal með tilheyrandi brúm yfir báðar kvíslar árinnar. 11.5.2013 07:00 Hætta móttöku fyllingarefnis í höfninni Ekki verður frekari þróun hafnarlands í Reykjavík með landfyllingum. Útmörk heimilda um fyllingar í samþykktum skipulagsáformum hafa verið fullnýttar. 11.5.2013 07:00 Búið að afmá stafi í Hverfjalli Umhverfisstofnun hefur látið afmá stafina sem úðað var með olíumálningu á hól í miðju náttúruvættisins Hverfjalls (Hverfells) í Mývatnssveit. Nú sjást nánast engin ummerki eftir áletrunina en ekki er útilokað að til frekari aðgerða þurfi að grípa síðar. 11.5.2013 07:00 Björgunarfólk aðstoðar ungmenni á Esju Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ var kölluð út um klukkan 22 í kvöld til að aðstoða ungmenni um tvítugt á Esju sem þorðu ekki niður klettana. 10.5.2013 23:11 Sækja slasaðan sjómann Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, lagði fyrir skömmu af stað að sækja slasaðan sjómann í íslenskt fiskiskip. Fiskiskipið er statt um sextíu sjómílur fyrir utan Grindavík og siglir í land á móti björgunarskipinu. 10.5.2013 20:30 Heilbrigðiseftirlit segir olíumengunarslys alvarlegt Getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir drykkjarvatn höfuðborgarsvæðisins. 10.5.2013 19:22 Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Með bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi ef til vill glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. 10.5.2013 18:56 Langt komnir með að ná utan um stjórnarsáttmála Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks héldu áfram í dag. 10.5.2013 18:42 Áhugaljósmyndari fær ekki gögnin Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð um að ríkissaksóknara sé skylt að leggja fram gögn til verjanda manns sem ákærður er fyrir fjölda kynferðisbrota. 10.5.2013 18:21 Segir Framsóknarflokkinn ekki verðskulda niðurstöður kosninganna Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hún segir Framsóknarflokkinn ekki verðskulda eins mikið fylgi í kosningunum og raun ber vitni. Ólína telur kjósendur ekki hafa trúað á Samfylkingunna vegna þess að lítið hafi verið um efndir í lok kjörtímabilsins. 10.5.2013 17:45 Lárentsínus fær að verja Steinþór Hæstiréttur hefur fallist á að Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmaður verði skipaður verjandi Steinþórs Gunnarssonar í Landsbankamálinu. Steinþór er ásamt fimm öðrum ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Við þingfestingu málsins fyrir héraði krafðist saksóknari þess að Lárentsínus yrði ekki skipaður verjandi Steinþórs. Ástæðan væri sú að Lárentsínus hefði um tíma starfað í skilanefnd og sem formaður skilanefndar Landsbankans eftir að Fjármálaeftirlitið tók stjórn bankans yfir. 10.5.2013 16:42 Eftirlýstur með haglabyssu í bílaleigubíl Tilkynnt var um að haglabyssa og skotfæri í tösku hefðu fundist í bílaleigubíl, sem hafði verið í útleigu, í vikunni. 10.5.2013 16:22 BMW ekið á strætóskýli BMW bifreið var ekið á strætóskýli á Suðurlandsbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist nokkuð. Suðurlandsbraut er lokuð frá Vegmúla og vestur úr vegna þessa. 10.5.2013 15:58 Bæjarstjórn Kópavogs hafði betur í boccia Lið Kópavogs hafði betur þegar bæjarstjórn Kópavogs og bæjarstjórn Garðabæjar öttu kappi í boccia í Gjábakka, félagsheimili aldraðra í Kópavogi, í dag. Athygli vekur að lið Kópavogsbæjar var fullskipað bæjarfulltrúum en lið Garðabæjar var skipað bæjarstjóranum og þremur starfsmönnum bæjarins. Þó er ekkert vitað um það hvaða áhrif það hefur haft á úrslit keppninnar. 10.5.2013 15:50 Bókaskrif gamall draumur sem rættist Björg Magnúsdóttir gefur út sína fyrstu skáldsögu í lok mánaðarins. Bókin ber titilinn Ekki þessi týpa og kemur út á vegum Forlagsins. 10.5.2013 15:19 Sagðist vera frá Kanada og Sýrlandi Karlmaður var í dag dæmdur í fjörutíu og fimm daga fangelsi fyrir að hafa vísað fram fölsuðum skilríkjum í tvígang á Keflavíkurflugvelli í apríl síðastliðnum. Við vegabréfaeftirlit framvísaði maðurinn fölsuðu kanadísku vegabréfi og skömmu síðar í yfirheyrslu hjá lögreglu framvísaði hann öðru fölsuðu vegabréfi, sem átti að vera sýrlenskt. Maðurinn játaði brot sitt en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann kom til landsins. 10.5.2013 14:34 Erfitt að meta umfang vandans Erfitt er að meta umfang vandans á Norður- og Austurlandi, sem skapast hefur vegna mikilla snjóþyngsla. Fram hefur komið að bændur sjá fram á erfið verkefni framundan vegna þess að hætta er á kali í túnum. Sumir telja bændur telja jafnvel að þeir þurfi að skera niður fé vegna þessa. 10.5.2013 14:30 Segir sögusagnir um skiptingu ráðherraembætta ósannar Sögusagnir um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert það að kröfu sinni að embætti fjármála- og atvinnuvegaráðherra myndu falla þeim í skaut eru ekki réttar, samkvæmt Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar. "Þeir vita þá meira en við, við erum ekki byrjuð að ræða þessa hluti," segir Svanhildur. 10.5.2013 13:50 Tvítugir piltar stálu hundruðum lítra af eldsneyti Tveir tæplega tvítugir piltar voru handteknir í fyrradag á Suðurnesjum eftir að þeir játuðu stórfelldan þjófnað á olíu úr vinnuvélum og vörubifreiðum vítt og breitt í umdæminu á undanförnum mánuðum. 10.5.2013 13:39 Húsleit í kjölfar fíkniefnaaksturs Sex ökumenn á Suðurnesjum voru handteknir í gær en þeir óku allir undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða fimm karlmenn og eina kona. Sýnatökur staðfestu að allir ökumennirnir höfðu neytt kannabis og flestir einnig amfetamíns. 10.5.2013 13:11 Strandavegur í lamasessi og smábátasjómenn líða fyrir Strandveiðisjómenn geta um þessar mundir ekki landað afla í Djúpuvík vegna þess að þungatakmarkanir eru í gildi um veginn til hreppsins. Fyrir vikið komast flutningabílar ekki um veginn og þar af leiðandi er ekki hægt að flytja um hann afla né olíu. 10.5.2013 13:09 Milljarða skaðabótamál WikiLeaks Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur opnað fyrir greiðslugátt sína til Wikileaks en Hæstiréttur úrskurðaði á dögunum að lokun gáttarinnar á sínum tíma hafi verið ólögleg. Lögmaður Wikileaks segir að hafinn sé undirbúningur á skaðabótamáli á hendur Valitor vegna þessa sem gæti hlaupið á nokkrum milljörðum. 10.5.2013 12:43 Erla ber traust til saksóknara Erla Bolladóttir segist ekki undrandi á ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki vegna kærumáls á hendur lögreglumanni vegna ætlaðra kynferðisbrota á árinu 1976 á meðan hún sat í gæsluvarðaldi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 10.5.2013 11:42 Lögreglumaðurinn verður ekki ákærður Lögreglumaður sem Erla Bolladóttir, sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sakaði um kynferðisbrot gegn sér verður ekki ákærður. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara sem hefur lokið meðferð kærumáls Erlu. Hinn kærði lögreglumaður starfaði sem rannsóknarlögreglumaður og vann að rannsókn málanna. 10.5.2013 10:52 Áherslan á efnahags- og skuldamál Viðræður formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks halda áfram í Reykjavík í dag. Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar, gerir ráð fyrir því að formennirnir muni setja efnahags- og skuldamál á oddinn í viðræðum sínum. 10.5.2013 10:08 Svikahrappar hringja í grunlaust fólk Nokkrir höfðu samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og tilkynntu um að hafa fengið grunsamleg símtöl frá Indlandi í gær, þar sem boðist var til að laga tölvu viðkomandi. Svikahrapparnir sögðust vera frá Microsoft og séu að hringja vegna víruss í tölvu viðtakanda. Um er að ræða þekkt svindl og lögreglan segir á fésbókarsíðu sinni að mikilvægt sé að gera alls ekki eins og hrapparnir biðja um, enda hætta á að elstu og yngstu notendurnir falli fyrir slíku. 10.5.2013 09:40 Ekkert lát á skjálftum Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst fyrir rúmum sólarhring 30 kílómetrum suðvestan Reykjanestár. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni, sem flestir eru þó litlir. Tveir skjálftar, yfir fjórir á stærð mældust á öðrum tímanum í nótt og þrír í gær. Þeir hafa fundist á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar. Ekki er hægt að útiloka að fleiri skjálftar muni verða, en jarðskjálftafræðingar Veðurstofunnar segja að jarðskjálftahrinur séu algengar á norðanverðum Reykjaneshrygg. 10.5.2013 07:14 Ráðherraskipan hefur lítillega verið rædd Fundað var um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í sumarhúsi í Biskupstungum í gær. 10.5.2013 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hótel rís á jörð Bjarna frá Vogi Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól, undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona séu flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna séu Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn. 11.5.2013 19:05
Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. 11.5.2013 18:50
Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. 11.5.2013 18:39
Hvetja Ögmund til endurskoða ákvörðun um synjun Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, hvetja Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að endurskoða þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. 11.5.2013 16:51
Ofurölvi með startkapla um sig miðjan Lögreglan á Suðurnesjum hafði snemma í fyrramorgun afskipti af tæplega fertugum karlmanni sem hafði sýnt af sér grunsamlega hegðun í Keflavík. 11.5.2013 16:04
Formaður Heimdallar tekur harðri gagnrýni með stóískri ró "Ég tek þessu nú með stóískri ró,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, en hún var harðlega gagnrýnd víða á samfélagssíðum í gær sem og í ummælakerfum fréttasíðna. 11.5.2013 15:49
Fjölbreyttri menningu fagnað Fjölmenningarskrúðganga var farin frá Hallgrímskirkju að lokinni setningarathöfn klukkan eitt í dag. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og er orðin árlegur viðburður í Reykjavík. 11.5.2013 14:54
Reif bensíntankinn með sér Hún var líklega eitthvað utan við sig konan sem dældi bensín á bílinn á N1 í Hveragerði um klukkan tvö í dag. 11.5.2013 14:49
Formennirnir ræða mikið um skatta- og skuldamál Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks halda áfram í dag og á morgun. Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, segir mikið rætt um skatta- og skuldamál og að formennirnir muni gefa sér þann tíma sem þeir þurfi. 11.5.2013 11:53
Réðst ofurölvi á fólk í miðbænum Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að hann réðst á fólk. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn mjög ölvaður og æstur þegar lögreglan kom á vettvang. 11.5.2013 10:30
Skjálftahrina á Reykjaneshryggnum í rénum Um sjö skjálftar skóku jörðu á Reykjaneshryggnum í nótt og í morgun. Skjálftarnir eru allir litlir, en sá stærsti mældist tvö stig samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofu Íslands. 11.5.2013 10:14
Alltaf dreymt um að vera lögga Aleksandra Wójtowicz fluttist hingað til lands fyrir sautján árum. Hún er frá Póllandi en fjölskylda hennar kom til Íslands í von um betra líf eftir erfiðleika í heimalandinu. Hún hefur frá barnæsku verið ákveðin í því að gerast lögreglukona. 11.5.2013 09:00
Í bótamál við fimm manns vegna Stíms Slitastjórn Glitnis hefur stefnt fimm manns vegna láns sem veitt var til félagsins Stíms í janúar 2008. Fólkið er krafið um 366 milljónir króna í skaðabætur. Í málinu mun í fyrsta sinn reyna á nýlegt ákvæði í gjaldþrotalögunum fyrir dómstólum. 11.5.2013 07:00
Lokað á ólöglegt niðurhal Norðmanna Ný lög í Noregi gera þarlendum stjórnvöldum kleift að loka fyrir sjóræningasíður þar sem höfundarréttarvörðu efni er dreift. Framkvæmdastjóri SMÁÍS kallar eftir því að sambærileg lög verði sett á Íslandi. 11.5.2013 07:00
Rakst á hreindýr á illkleyfum fjallstindi Sigurður Ragnarsson rakst á hreindýr á heilsubótargöngu á tindi Ketillaugarfjalls í Nesjum. Þetta háttalag hreindýra er þó ekki einsdæmi, að sögn líffræðings. 11.5.2013 07:00
Flugvallarstígar of áhættusamir Ekkert verður af gerð stíga meðfram Eyvindará og Lagarfljóti þar sem þessi vatnsföll liggja næst Egilsstaðaflugvelli. 11.5.2013 07:00
Malbikað og brúað í Elliðaárdal Áætlað er að gera malbikaðan hjólreiða- og göngustíg þvert fyrir Elliðaárdal með tilheyrandi brúm yfir báðar kvíslar árinnar. 11.5.2013 07:00
Hætta móttöku fyllingarefnis í höfninni Ekki verður frekari þróun hafnarlands í Reykjavík með landfyllingum. Útmörk heimilda um fyllingar í samþykktum skipulagsáformum hafa verið fullnýttar. 11.5.2013 07:00
Búið að afmá stafi í Hverfjalli Umhverfisstofnun hefur látið afmá stafina sem úðað var með olíumálningu á hól í miðju náttúruvættisins Hverfjalls (Hverfells) í Mývatnssveit. Nú sjást nánast engin ummerki eftir áletrunina en ekki er útilokað að til frekari aðgerða þurfi að grípa síðar. 11.5.2013 07:00
Björgunarfólk aðstoðar ungmenni á Esju Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ var kölluð út um klukkan 22 í kvöld til að aðstoða ungmenni um tvítugt á Esju sem þorðu ekki niður klettana. 10.5.2013 23:11
Sækja slasaðan sjómann Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, lagði fyrir skömmu af stað að sækja slasaðan sjómann í íslenskt fiskiskip. Fiskiskipið er statt um sextíu sjómílur fyrir utan Grindavík og siglir í land á móti björgunarskipinu. 10.5.2013 20:30
Heilbrigðiseftirlit segir olíumengunarslys alvarlegt Getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir drykkjarvatn höfuðborgarsvæðisins. 10.5.2013 19:22
Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Með bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi ef til vill glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. 10.5.2013 18:56
Langt komnir með að ná utan um stjórnarsáttmála Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks héldu áfram í dag. 10.5.2013 18:42
Áhugaljósmyndari fær ekki gögnin Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð um að ríkissaksóknara sé skylt að leggja fram gögn til verjanda manns sem ákærður er fyrir fjölda kynferðisbrota. 10.5.2013 18:21
Segir Framsóknarflokkinn ekki verðskulda niðurstöður kosninganna Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hún segir Framsóknarflokkinn ekki verðskulda eins mikið fylgi í kosningunum og raun ber vitni. Ólína telur kjósendur ekki hafa trúað á Samfylkingunna vegna þess að lítið hafi verið um efndir í lok kjörtímabilsins. 10.5.2013 17:45
Lárentsínus fær að verja Steinþór Hæstiréttur hefur fallist á að Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmaður verði skipaður verjandi Steinþórs Gunnarssonar í Landsbankamálinu. Steinþór er ásamt fimm öðrum ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Við þingfestingu málsins fyrir héraði krafðist saksóknari þess að Lárentsínus yrði ekki skipaður verjandi Steinþórs. Ástæðan væri sú að Lárentsínus hefði um tíma starfað í skilanefnd og sem formaður skilanefndar Landsbankans eftir að Fjármálaeftirlitið tók stjórn bankans yfir. 10.5.2013 16:42
Eftirlýstur með haglabyssu í bílaleigubíl Tilkynnt var um að haglabyssa og skotfæri í tösku hefðu fundist í bílaleigubíl, sem hafði verið í útleigu, í vikunni. 10.5.2013 16:22
BMW ekið á strætóskýli BMW bifreið var ekið á strætóskýli á Suðurlandsbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist nokkuð. Suðurlandsbraut er lokuð frá Vegmúla og vestur úr vegna þessa. 10.5.2013 15:58
Bæjarstjórn Kópavogs hafði betur í boccia Lið Kópavogs hafði betur þegar bæjarstjórn Kópavogs og bæjarstjórn Garðabæjar öttu kappi í boccia í Gjábakka, félagsheimili aldraðra í Kópavogi, í dag. Athygli vekur að lið Kópavogsbæjar var fullskipað bæjarfulltrúum en lið Garðabæjar var skipað bæjarstjóranum og þremur starfsmönnum bæjarins. Þó er ekkert vitað um það hvaða áhrif það hefur haft á úrslit keppninnar. 10.5.2013 15:50
Bókaskrif gamall draumur sem rættist Björg Magnúsdóttir gefur út sína fyrstu skáldsögu í lok mánaðarins. Bókin ber titilinn Ekki þessi týpa og kemur út á vegum Forlagsins. 10.5.2013 15:19
Sagðist vera frá Kanada og Sýrlandi Karlmaður var í dag dæmdur í fjörutíu og fimm daga fangelsi fyrir að hafa vísað fram fölsuðum skilríkjum í tvígang á Keflavíkurflugvelli í apríl síðastliðnum. Við vegabréfaeftirlit framvísaði maðurinn fölsuðu kanadísku vegabréfi og skömmu síðar í yfirheyrslu hjá lögreglu framvísaði hann öðru fölsuðu vegabréfi, sem átti að vera sýrlenskt. Maðurinn játaði brot sitt en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann kom til landsins. 10.5.2013 14:34
Erfitt að meta umfang vandans Erfitt er að meta umfang vandans á Norður- og Austurlandi, sem skapast hefur vegna mikilla snjóþyngsla. Fram hefur komið að bændur sjá fram á erfið verkefni framundan vegna þess að hætta er á kali í túnum. Sumir telja bændur telja jafnvel að þeir þurfi að skera niður fé vegna þessa. 10.5.2013 14:30
Segir sögusagnir um skiptingu ráðherraembætta ósannar Sögusagnir um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert það að kröfu sinni að embætti fjármála- og atvinnuvegaráðherra myndu falla þeim í skaut eru ekki réttar, samkvæmt Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar. "Þeir vita þá meira en við, við erum ekki byrjuð að ræða þessa hluti," segir Svanhildur. 10.5.2013 13:50
Tvítugir piltar stálu hundruðum lítra af eldsneyti Tveir tæplega tvítugir piltar voru handteknir í fyrradag á Suðurnesjum eftir að þeir játuðu stórfelldan þjófnað á olíu úr vinnuvélum og vörubifreiðum vítt og breitt í umdæminu á undanförnum mánuðum. 10.5.2013 13:39
Húsleit í kjölfar fíkniefnaaksturs Sex ökumenn á Suðurnesjum voru handteknir í gær en þeir óku allir undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða fimm karlmenn og eina kona. Sýnatökur staðfestu að allir ökumennirnir höfðu neytt kannabis og flestir einnig amfetamíns. 10.5.2013 13:11
Strandavegur í lamasessi og smábátasjómenn líða fyrir Strandveiðisjómenn geta um þessar mundir ekki landað afla í Djúpuvík vegna þess að þungatakmarkanir eru í gildi um veginn til hreppsins. Fyrir vikið komast flutningabílar ekki um veginn og þar af leiðandi er ekki hægt að flytja um hann afla né olíu. 10.5.2013 13:09
Milljarða skaðabótamál WikiLeaks Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur opnað fyrir greiðslugátt sína til Wikileaks en Hæstiréttur úrskurðaði á dögunum að lokun gáttarinnar á sínum tíma hafi verið ólögleg. Lögmaður Wikileaks segir að hafinn sé undirbúningur á skaðabótamáli á hendur Valitor vegna þessa sem gæti hlaupið á nokkrum milljörðum. 10.5.2013 12:43
Erla ber traust til saksóknara Erla Bolladóttir segist ekki undrandi á ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki vegna kærumáls á hendur lögreglumanni vegna ætlaðra kynferðisbrota á árinu 1976 á meðan hún sat í gæsluvarðaldi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 10.5.2013 11:42
Lögreglumaðurinn verður ekki ákærður Lögreglumaður sem Erla Bolladóttir, sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sakaði um kynferðisbrot gegn sér verður ekki ákærður. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara sem hefur lokið meðferð kærumáls Erlu. Hinn kærði lögreglumaður starfaði sem rannsóknarlögreglumaður og vann að rannsókn málanna. 10.5.2013 10:52
Áherslan á efnahags- og skuldamál Viðræður formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks halda áfram í Reykjavík í dag. Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar, gerir ráð fyrir því að formennirnir muni setja efnahags- og skuldamál á oddinn í viðræðum sínum. 10.5.2013 10:08
Svikahrappar hringja í grunlaust fólk Nokkrir höfðu samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og tilkynntu um að hafa fengið grunsamleg símtöl frá Indlandi í gær, þar sem boðist var til að laga tölvu viðkomandi. Svikahrapparnir sögðust vera frá Microsoft og séu að hringja vegna víruss í tölvu viðtakanda. Um er að ræða þekkt svindl og lögreglan segir á fésbókarsíðu sinni að mikilvægt sé að gera alls ekki eins og hrapparnir biðja um, enda hætta á að elstu og yngstu notendurnir falli fyrir slíku. 10.5.2013 09:40
Ekkert lát á skjálftum Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst fyrir rúmum sólarhring 30 kílómetrum suðvestan Reykjanestár. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni, sem flestir eru þó litlir. Tveir skjálftar, yfir fjórir á stærð mældust á öðrum tímanum í nótt og þrír í gær. Þeir hafa fundist á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar. Ekki er hægt að útiloka að fleiri skjálftar muni verða, en jarðskjálftafræðingar Veðurstofunnar segja að jarðskjálftahrinur séu algengar á norðanverðum Reykjaneshrygg. 10.5.2013 07:14
Ráðherraskipan hefur lítillega verið rædd Fundað var um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í sumarhúsi í Biskupstungum í gær. 10.5.2013 07:00